Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Side 94

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Side 94
sjálfsvitund þess verður til er barnið úrkast (abject, sem er náskylt latneska orðinu ((abjicere" sem þýðir nað kasta burtu", samkvæmt orðabók Websters). Þetta þýðir að barnið upplifir aðskilnaðinn frá móðurinni af fullum þunga og í leit sinni að einhverju til að fullnægja þörfum sínum eða þrá, og einhverju til að samsama sig við, bregst barnið við með því annað hvort að yfirfæra væntingar sínar (jákvæða eiginleika sem fullnægt geti þörfinni) yfir á hlutina í kringum sig, þ.e. göfga þá, ellegar þá líkamlega með hryllingi, viðbjóði eða uppsölum. Göfgunin er þannig leið til að sættast við að vera úrkast og koma jafnframt í veg fyrir hryllinginn sem það vekur. Líkami barnsins, úrgangur þess og fæða, jafnt sem önnur viðföng, fólk sem hlutir, geta vakið þessi viðbrögð. Þótt þetta sé stig í þroska barns, þá er ástandið ekki bundið við aldursskeið frekar en önnur slík stig heldur erum við öll á einn eða annan hátt enn og alltaf á hverju stigi þroskans. Þess vegna getur Kristeva sagt að viðbrögð úrkastsins sjáist ekki hvað síst þegar dauðinn og það sem tengist honum beint á í hlut, lík eða hræ eða dauðvona fólk; en einnig alls kyns úrgangur, sorp og saur. Hjá þeim sem lifir við úrkast eru mörk hins hreina og óhreina, syndar og banns, hins siðlega og ósiðlega máð út. En þegar úrkastinu verður ljóst að áminnst leit að sjálfsmynd, einhverju til að samsama sig við, getur ekki borið árangur fer það að leita sér fullnægju í óminninu, algleyminu, því að gleyma öllu. í l(Draumnum" er það einmitt þegar draumsýninni, þ.e. vænt- anlegu barni, er ógnað meö dauða sem göfgunin nær hámarki. í fyrsta hluta sögunnar er barnið fegurðin uppmáluð en fyrstu viðbrögð umhverfisins við draumsýn konunnar um það eru ósk um algera limlestingu. Og konan svarar með fullri göfgun: Það væri óbætanlegt, - stórtjón fyrir allan heiminn, fyrir fegurðina, gæskuna og skynsemina, - glötun á hamingju alls heimsins. (37) Það er ljóst af því hve konan ((undraðist" draumsýnina að göfgunin er hér leið til að breiða yfir sektarkennd sem hún hefur vegna barnsins. Hvorki höfnun né sektarkennd eru hér úr 92
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.