Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 102
Ég gat ekki grátiö, ekki hreyft mig, ekki andað, ekki
komið upp hljóði. (45)
Þessi lýsing minnir reyndar mjög á dauða litla dýrsins í
, Dýrasögu" sem
deyr ekki fyrr en það er allt sundurslitið og allt löðrandi í
blóði og allt grasið og öll jörðin í kring" (135).
Endurtekningar á tímaleysi í fyrri lýsingunni og (lstað" eða
rúmi í þeirri síðari sýna einnig tengsl ritháttar við líkamann
sem lifir í stöðugum takti hjartans sem þó tekur smásveiflur,
líkt og fljót sem vex og rénar en streymir endalaust. Þannig er
draumnum, barninu, lýst tvisvar nánast alveg eins, fyrst í vöku
(36) og síðan í svefni (40), en í síðara tilvikinu er barnið
kunnuglegt en þó meira framandi, á sama hátt og dulvitundin:
Þetta var krakkinn minn /.../ [ég] tók hann á kné mér,
hálffeimin, eins og maður er alltaf við ókunnug börn. (40)
Fyrir utan það að barnshafandi kona er verðandi móðir þá
snýst þessi saga líka um Móðurina, hina örlátu Móður með
ofgnótt ástar, hlýju og matar. Ekki einungis móðurina, því
einmitt það að barnið er bæði framandi og kunnuglegt gefur því
og móðurinni víðari merkingu en bara sem einstaklingum; þetta
er Móðirin með allsnægtir sínar reiðubúin að fylla tóm barnsins
(tilfinningalega, andlega, vitsmunalega og líkamlega). Einsog sjá
má í áður tilvitnuðum orðum konunnar um barnið (bls 45), þá er
ljóst að það stendur einnig fyrir uppfyllingu allra drauma og með
fóstureyðingunni er það ekki bara barnið sem deyr, heldur líka
þessi uppfylling, sjálf Móðirin.
Fóstureyðingunni í l(Draumnum" er ekki lýst, enda er
svefndraumurinn veruleiki konunnar, heldur gerist hún - ef litið
er á hana sem einn tiltekinn atburð afmarkaðan í tíma og rúmi
- utan sögunnar, í tímaeyðu milli tveggja lína. En samkvæmt
((kvenlegu eðli" er ferli hennar ekki lokið, ekki einu sinni í lok
sögunnar, því blóðið rennur fyrir augum okkar þó storknað sé í
kjól konunnar. Þegar hún svo reynir að biðja mitt í þrá sinni
100