Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 103
eftir dauða og algleymi þá neitar líkami hennar slíkri ósvinnu
því hún hefur séð sjálfa sig, guð og djöfulinn vera hluta af
sjálfri sér og hún getur aðeins skapað enn eitt flæðið, enn eina
líkamlega hrynjandi, enn eitt líkamlegt viðbragð við sállíkam-
legum þrengingum sínum: grát sem „varð aldrei nema krampa-
kenndur ekki." (48)
uég vissi varla hvar"
Þessi nafnlausa kona sýnir þannig brostnar vonir, saga
hennar sýnir hvernig vonirnar, þráin og draumurinn verða til og
hvernig karlveldið mélar þau mélinu smærra. En sagan sýnir líka
hvernig konan er smám saman hrakin út úr samfélaginu og
sjálfri sér; hvernig konan veit varla hver staða hennar er í
samfélaginu né hvar í henni sjálfri er að finna nokkuð sem kalla
mætti hana sjálfa, hvar draumar hennar, vonir, þrár, ánægja eða
vonbrigði er að finna. Þrátt fyrir þann eina fasta punkt í
sögunni að draumurinn verði að engu þá er allt fljótandi, allt á
iði, og „ég vissi varla hvar" neitt var.
Athugasemdir:
1) Cixous, Helene: „Castration or Decapitation?" í tímaritinu
Signs; Joumal oí Women in Culture and Society; 1981, vol.
7. no. 1; bls 53.
2) Mér þykir rétt að geta þess að grein mín er að stofni til
ritgerð sem ég samdi í námskeiðinu „Konur og bókmenntir 1"
sem Helga Kress kenndi í almennri bókmenntafræði við
Háskóla íslands á vorönn 1986. Við endursamningu hennar
hef ég notið leiðsagnar Helgu og kann ég henni kæra þökk
fyrir.
3) Juliet Mitchell: formáli að Feminine Sexuality; Jacques Lacan
and the école freudienne; ritstj. Juliet Mitchell og Jacqueline
Rose, W.W.Norton, New York, London, 1985.
4) Jacques Lacan: The Four Fundamental Concepts of Psycho-
analysis; Penguin, Middlesex, 1977, bls. 20 og 149. Fyrst
gefið út á frönsku undir nafninu: Le Séminaire de Jacques
101