Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 107
Jón Karl Helgason:
Ok 6.28
Frumburður Steinsstaða-hjónanna fæddist andvana og systkini
hans voru öll gædd hæfileikum sem ollu toreldrum þeirra ekki
einungis óbærilegri kvöl heldur stökustu vandræðum. Næstelsta
dóttirin lék sér að því að lesa hugsanir og áður en hún áttaði
sig fyllilega á þessari skyggnigáfu hafði föðurafi hennar fundist
á grúfu í mórauðum bæjarlæknum.
Þú steinþegir. Röddin var djúp en hann virtist hafa fullkomið
vald á henni þótt hann væri ennþá örlitið móður og augun líkt
og glóðu í rökkrinu. Þegar hann leit snöggt til baka úr dyra-
gættinni og hneppti að sér jakkanum steig heitur andardráttur
frá vitum hans út í birtuna sem umlék logndrííuna á bæjarhlaö-
inu. Þaö varö aftur dimmt. Og kalt.
Þetta skyldi veröa strákur. Drengur minn, þegar þú eldist og
tekur viö búskapnum þá höldum viö veislu. Bjóðum allri sveitinni
og þegar minnst varir látum viö okkur hverfa. Leggjum á bestu
merarnar, drekkum okkur draugíulla og ríöum í tunglsljósinu út
eyrarnar og suöur fjöruna. Þú og ég, drengur minn, bara þú og
ég. Hann brosti.
Hvernig get ég horfst í augu viö þetta ófædda barn? Hvernig
horfist ég í augu við hann, hvernig afber ég atlotin, nærgætn-
ina og þegar hann leggur eyra viö vömbina og spyr hvort litli
kútur sé ekki sprækur. Hvort ég haldi hann veröi ekki stór og
sterkur eins og pabbi sinn. Pabbi sinn!
„Við ætlum aö giftast, pabbi. Hún á von á sér og þaö er ekki
eftir neinu að bíöa. Ég er búinn aö tala viö prestinn og mömmu
hennar og pabba. Þau vilja halda brúökaupiö á Borg en hún
flytur hingaö til okkar strax aö því loknu. Getur þú ekki flutt
niöur og eftirlátið okkur hjónaherbergiö? Það verður gott aö fá
konu í húsiö aftur?"
Hagræði mér í stólnum og lít yfir það sem ég er búinn að
skrifa. Lampinn kastar sitjandi skugga á gólfið fyrir aftan mig
þar sem vekjaraklukkan baðar út öngum sínum og telur tifið í
sjálfri sér. Þú ert sofnuð og í svipinn sem ég þér draum en
105