Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 42

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 42
Ársrit Torfhildar Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir að vera með minnið í bókum Gluggað í Söguna alla eftir Pétur Gunnarsson: byggingu, tíma, lífsspeki. í UPPHAFI... Pétur Gunnarsson sendi frá sér, á árunum 1976-82, trílógíu um Andra Haraldsson. Þroskasögu drengs sem er að reyna að fóta sig í veruleikanum, "vera karakter". Þriðja sagan, Persónur og leikendur, skilur við söguhetju sína rotaða í miðjum stúdentaóeirðum í París. Gæfan virðist hafa snúið við henni bakinu; kærastan stungin af til Brasilíu, lögreglukylfa í hausinn í stað skáldaafreka. Árið 1985 kom lokabókin um Andra, Sagan öll. Þar er hann rankaður við, hefur smitast af pólitíkinni en gleymt skáldunum. Saga Andra er nú öll; en þó er hér brotið blað í hans ævi því í raun hefur hann breyst í tvöfalda kynjaskepnu og ýmislegt óvænt kemur í ljós um þennan dreng. í Sögunni allri eru sagðar tvær sögur. Önnur heldur áfram að segja frá þeim Andra sem lesendur Péturs þekkja fyrir. Glíma hans við "Nútímann" stendur enn. Hin sagan er ný. Þar kemur til sögunnar Guðmundur Andri (kallaður Manni), ljúfur maður og mikið meinleysisgrey. Nútíminn er honum líka erfiður í róðri þó á annan hátt sé. Hann lýsir glímum sínum við veruleikann: minnisleysið, sársaukafullar bernskuminningar, Hring, hversdagsleikann. Ymislegt í lífi Andra og nafna hans Guðmundar Andra rímar saman: sagnfræðingar giftir Bylgju og einsbarns feður, bræður Systu, eiga rúgbrauð(!) og eru báðir lúmskt veikir fyrir skriftum. Sumt er þó mjög ólíkt og skiptir líka mestu að sagt er frá mismunandi tímabilum í ævi þeirra. Raunveruleikinn er þeim býsna erfiður, svo óljós, svo skammvinnur. "Veröldin bara var" og hvar passa þeir eiginlega inn í? Sögumar nálgast þemað eftir sinni leiðinni hvor og verður reynt a ð gera nokkra grein fyrir því hvemig það endurspeglast í byggingu þeirra og tíma. Og hvert er þema þeirra, lífsspeki? 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Ársrit Torfhildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.