Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 37
Ársrit Torfhildar
Hann veit ekki lengur hvað dregur hann til að skoða klámblöð í
bókaverslunum. Hann hélt að hann sæktist eftir nöktum líkömum
kvennanna en hann er ekki lengur viss. A ferð milli borgarhluta í
bílnum sínum reynir hann að lýsa upp höfuðið með skynsemisljósi,
beita heilbrigðri dómgreind til að komast að ástæðum löngunar
sinnar og skilja flæking óskipulegra hvata um líkamann. "Eftir hverju
er að slægjast?" spyr hann sig og skimar eftir konunum sem aka einar
milli borgarhluta. Ákveður að hripa mögulegar ástæður niður á blað
og skrifa þannig úr sér vitleysuna eins og hann ímyndar sér að sé
venjan. Á bílastæði framan við málningarverslun situr hann með
blokk af staðgreiðslunótum í kjöltunni og skrifar að athæfi hans sé á
engan hátt æskilegt, hvorki út frá siðferðilegum né
hugmyndafræðilegum forsendum en finnst skyndilega þessi sjálfsrýni
barnaleg og brennir miðann í öskubakkanum. "Hvað ef einhver á
skrifstofunni fyndi slíkan miða á borðinu hjá mér?" hugsar hann og
finnst réttast að láta þessar skriftir eiga sig. Hann stingur
kvittimunum í hanskahólfið og felur þær undir skráningarvottorði og
bílahandbók, hræddur um að skriftin liggi enn greypt í hvítan
pappírinn og sjáist berlega, komi nótublokkin fram í dagsljósið. Hann
reynir að beina hugsunum sínum í aðrar áttir, leggur höfuðið á
stýrið og nýr enninu til á köldu plastinu svo minningin um syndlaust
ástandið áður en klámblaðalöngunin tók að vefjast fyrir honum, nái
föstum tökum á höfðinu. Hann hafði staðið við tímaritarekkann í
bókabúð í miðbænum og í hamingjusömu hugsunarleysi flett nöktum
síðum blaðanna þegar skelfingin greip hann fyrirvaralaust. Honum
þótti sem konan sín og börn stæðu fyrir utan glerið og fylgdust með
honum; konan sveiflaði handtöskunni fram og aftur og hafði sett upp
aðkenningu af glotti, en sonurinn fylgdist með honum í litlum,
grænum vasakíki sem hann lagði að rúðunni. Það var þessi vasakíkir
sem hann var hræddastur við. Hann reyndi að blekkja hann með því
að þrífa sportveiðiblað og smella því ofan á klámblaðið en fann fyrir
tilliti hans eins og brennandi geisla. Hann opnaði það og athyglisverð
grein um fluguhnýtingar blasti við honum, sem hann einsetti sér að
lesa enda þótt hann fyndi pappírinn bylgjast undan sveittum
lófunum. Orðin hneigðust til að standa ein og stök og tolldu illa
saman í skiljanlegum setningum, en með hugarorku sinni tókst
honum að halda utan um þau og ákvað að kaupa bæði blöðin og
fullyrða að aðeins hefði verið um eitt að ræða. Við kassann knúði
35