Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 62

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 62
Ársrit Torfhildar ekki að ræða nema tvífarinn leiki að minnsta kosti einhverju sinni sjálfstætt hlutverk, óháð fyrirmyndinni."9 Janey og Augusta eru ekki lengur eitt, aðskilnaðurinn er algjör og endanlegur. Augusta er samvaxin skóginum; móðurlíkamanum. Hún lifir í tjörninni, legvatninu, í symbíósu við móður náttúru sem Janey öfundar hana af, og þráir að vera eins, umvafin öryggi móðurkviðarins, en þorir ekki að taka lokaskrefið. Hún þorir ekki að verða kona og er því skilin eftir á þroskaskeiði bams, verður barn í konulíkama. Að verða kona felur í sér dauða stúlkubamsins og vegna óttans staðnar Janey í þroska og er þar af leiðandi geðveik, með tvískipta sjálfsvitund, getur vart lifað án Augustu nema undir rúmábreiðunni. "The world is cold; I hide beneath the covers of my bed; I will not read, or dream" (227). Hún er í senn lifandi og dauð; úrkast. MYNDMÁL OG FRÁSAGNARHÁTTUR Augnmyndmálið gegnir lykilhlutverki í sögunni. Samband systranna einkennist af einingu, orð eru þeim óþörf þar sem samskipti þeirra fara fram með snertingum og augnaráði. Augnaráðið er aðal samskiptatækið og getur verið banvænt, kannski kemur þarna inn ákveðin hjátrú á "hið illa auga" en Janey tengir augnaráð Mr. Emrick beint við eitthvað hættulegt, jafnvel dauða. Það er hið fallíska augnaráð karlveldisins sem þaggar niður og bælir hið kvenlega. Öll frásögnin einkennist af þögn, ekki er talað um glæpinn, hann er skynjaður í gegnum augun. Janey og Augusta horfast í augu og Janey "sér" með augum systurinnar. Móðirin er ekki þátttakandi í þessari symbíósu systralagsins heldur stendur hún nafnlaus fyrir utan hana. Fjarvera móðurinnar er algengt minni í sögum kvenna.10 Móðirin er handgengin karlveldinu, lifir sátt við kúgun þess og hjálpar því að bæla niður "óstýrilátar" dætur. í Sister á móðirin þó í nokkurri togstreitu milli þess að styðja karlveldið og að stjómast af væntumþykju á dætrunum. "Mr. Emrick came back, alone, it was full dark. Mama cried. She called to Augusta over and over, she walked to the edge of our clearing, her voice rang out lika a soaring night bird. She returned to me, to lift the warm cloth from my forehead, dip it once again in cool well water"(216). Móðirin getur lítið aðhafst, er eins og milli steins og sleggju, skynjar vanmátt sinn sem kemur vel fram í myndmálinu, rödd hennar hljómar eins og fuglstíst í skóginum. 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Ársrit Torfhildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.