Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 25
Ársrit Torfhildar
líkara en að heilu sögurnar séu sprottnar upp úr algengum
orðatiltækjum, sem mynda þá grunnhugmynd í hverri sögu fyrir sig
og gengið er út frá. Einkum er þetta áberandi í þremur sögum:
Ævintýrinu, Dæmisögu um hanska og Maðurinn er myndavél.
I Ævintýrinu gengur Guðbergur út frá klisjunni um að
ungmenni, þá sérstaklega þau sem lengi hafi stundað skóla, séu
reynslulaus. Þessi imgmenni þurfi að öðlast reynslu; lenda í
ævintýri. Þannig er ungmennið í sögunni látið hitta persónugerving
ævintýrisins og lenda þannig svo að um munar í ævintýri.
Dæmisaga um hanska fjallar meðal annars um það viðkvæma mál
að ’taka upp hanskann' fyrir varnarliðið á íslandi. Krakkar finna
bandarískan hanska og 'taka hann upp' en verða að lokum að losa sig
við hann í sjóinn. Maðurinn er myndavél fjallar um konu sem
'drekkir sorgum sínum' í bókstaflegum skilningi með því að ganga
reglulega í sjóinn. Þannig beinir Guðbergur athyglinni frá
táknmyndinni að táknmiðinu í þessum algengu orðatiltækjum. Fleiri
dæmi má nefna úr öðrum sögum bókarinnar, til að mynda
'háttalykilinn', að hitta naglann á höfuðið, að brjóta heilann, að verða
fyrir óláni, og á einum stað segir Aron: "Ég sé helst allt eins og í
anda" (24). Slíkir orðaleikir eru alls ekki nýir af nálinni í verkum
Guðbergs, en engu að síður er athyglisvert hvernig hann vinnur
markvisst á þennan hátt með tungumálið, og gefur því bókstaflegri
merkingu. Þetta er einnig hluti af þeirri viðleitni höfundar að "rugla
lesendur í ríminu", en á því hefur hann nokkurn áhuga, samanber
þegar nafni einnar persónunnar í sögunni Mannsmynd úr biblíunni
er breytt í miðri frásögn "í þeim eina tilgangi að rugla ykkur
[lesendur, innsk. EG] í ríminu að ástæðulausu" (16).
VI
Skyndilega var eins og hann hefði fengið hnefahögg, sama
höggið og systir hans fékk forðum. Hann tók ósjálfrátt fyrir
munninn og kúgaðist.
Hvað er þetta? spurði konan. Ertu að verða veikur?
Nei, svaraði hann aumlega.
Hvað þá? spurði hún undrandi.
Bara raunveruleikinn, svaraði hann og stóð upp. Ég hef orðið
fyrir raunveruleikanum eins og hræðilegu óláni. (49)
Sú sýn sem birtist á veruleikann í smásögunum er fyrst og fremst
23