Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 68

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 68
Ársrit Torfhildar Svava Jakobsdóttir segir ótta kvenna við að vera einar utandyra, utan öryggis heimilisirts, tengjast líkamlegum mismun kvenna og karla og þar af leiðandi sé hann sérstök kvenleg reynsla. Umhverfið sem beinlínis verður ógnandi og rís yfir höfuð þeirra verður til þess að frumótti konunnar brýst upp á yfirborðið og gerir hana frávita af hræðslu. "Og ég fer að velta því fyrir mér hvað sú einfalda staðreynd að karlmaðurinn er stærri en konan, geti hugsanlega haft á hana, viðhorf hennar til lífsins og á tilveru hennar yfirleitt."24 Svava veltir því svo fyrir sér hvemig best sé að koma þessari reynslu kvenna á framfæri og niðurstaða hennar er aðferð fantasíunnar, að gera hið ómögulega að raunhæfum möguleika í skáldskap. Þessa aðferð velur Wennicke Eide Cox líka, enda gefur hún möguleika á að segja sögu án þess að þurfa að taka mið af lögmáli Föðurins, rökhyggjunni. Þetta tengist kvenlegum rithætti þar sem allt er óvænt, frásögnin er ekki í réttri tímaröð heldur er gripið niður hér og þar í ævi Janey og textinn er ófyrirsjánlegur. Lesandinn veit það eitt að eitthvað óhugnanlegt er á seyði en hann áttar sig ekki á því hvað það er. Þetta er eitt aðaleinkenni kvenlegs ritháttar samkvæmt Helen Cixous eins og fram kemur í inngangi. Annað einkenni kvenlegs texta er flæði segir Cixous,25 það er að segja texti sem er án upphafs og endis með margátta merkingarmið, hann einkennist af gnægð Móðurinnar en ekki takmörkum Föðurins. í Sister kemur þetta mikla flæði beinlínis fram í útþurrkun raunveruleika-plansins, fantasían brýtur alla skynsemi hvað eftir annað niður svo ekkert röklegt stendur eftir. Mynd Augustu í vatninu og hvemig systurnar flæða saman á yfirborði þess, ná sambandi með augunum. Slíkt gerist ekki í röklegum texta og er á mörkum hins mögulega. Það má jafnvel segja að hér sé um offlæði að ræða þar sem orðræðan einkennist af geðveiki, það er engin röksemdafærsla í textanum. Ef reynt væri að beita rökhyggju á textann gengi hann ekki upp, en á eigin forsendum, forsendum stanslauss flæðis, verður allt sem gerist óhugnanlegt og sláandi. Þess vegna skiptir öllu máli fyrir óhugnað sögunnar að sjónarhornið sé bundið við Janey, sem er ekki áreiðanlegur sögumaður þar sem sem hún lifir í eigin heimi og er algjörlega á valdi fantasíunnar. NIÐURLAG Barátta Janey og systranna við Mr. Emrick einkennist öðru 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Ársrit Torfhildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.