Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 15
Ársrit Torfhildar
nálgaðist hægt og rólega. Ótti læddist að huga hans, en forvitnin náði
yfirhöndinni og bægði óttanum burt.
Svartur blettur firtnur hugsandi veru.
Hnöttótti skugginn nam staðar og drunurnar léttust og hurfu.
Hann gat hugsað skýrt og greinilega á ný. Honum til undrunar heyrði
hann ókunnuga djúpa rödd segja í huga sínum: "Hvað ert þú?" Það
fyrsta sem honum datt í hug var: "Ég er maður". í huga sínum heyrði
hann þessa djúpu rödd spyrja: "Hvað er það?”. Hann vissi svarið við
því: "Vera sem getur skilið sjálfa sig, þráð aðra veru af sama tagi, og
gefið þeirri veru það dýrmætasta sem til er: sjálfa sig." Hnöttótti
skugginn hvarf en röddin í huganum hélt áfram: "Þú þekkir mig
greinilega þó þú vitir kannski ekki hver ég er. Þú mátt eiga mig og
halda mér þar til þú deyrð, þú ert síðasti maðurinn á þessari öld
sem nýtur mín, síðasti maðurinn á þessari öld sem nýtur mín,
síðasti maðurinn á þessari öld...síðasti maðurinn". Hugur hans
svaraði: "Ég veit hver þú ert, ég þekki þig".
Svarti bletturinn hefur eignast nýtt heimili.
Hún hrökk við þegar hann leit hana skærum blágráum augum á
ný. Klökk af gráti, andlitið þrútið eftir klukkustundar hryggð og
óvissu. Gleðin tók sér bólstað í hjarta hennar á ný og undrunin í huga
hennar. "Hvað gerðist?" spurði hún stamandi, en vænti ekki svars.
Regnið féll þungt á andlit peirra, dökkt hár hennar festist við kinnar
hans. Lækjarsprænan óx ört og varð að þungu fljóti.
Svarti bletturinn hafði skotið rótum.
Þau lögðu af stað til byggða, leiddust hönd í hönd. Eftir langa
göngu fundu pau helli sem pau þekktu afspumar. Saman skriðu pau
inn um þröngt hellisopið. Inni var þurrt, jafnvel hlýtt. Þar sneri hann
sér að henni, hann hafði ekki sagt neitt síðan...það gerðist. Hann
andaði einu sinni djúpt, leitaði eftir vömm hennar og kyssti þær létt
en innilega og hugsaði: "Hin eina sanna ást". Þau fundu hvort annað.
Hellirinn var dimmur, jafnvel svartur.
13