Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 38
Ársrit Torfhildar
hann einhver innri óróleiki til að líta í átt að glerinu og hann sá að
þau voru ekki þama. Hann horfði út á götuna án nokkurar fyrirstöðu,
gegn um risavaxna rúðuna og út en sá engar kíkisglyrnur fylgjast
með sér. Atburðurinn sannfærði hann um að þó að hann gæti ekki
fest hendur á skuggum fjölskyldunnar yrði hann að vera við því
búinn að þeir réðust á hann, óvænt. Því gerir hann sér nú far um að
blekkja viðstadda í bókabúðinni með prúðmannlegri framkomu,
mjúkmæltum góðum degi til afgreiðslukvennanna, brúnum frakka og
svartri skjalatösku sem hann stillir á gólfið við hlið sér eins og múr
sem á að vernda hann fyrir óþarfa hnýsni. Á meðan hann lítur í
blöðin skimar hann órólegur í kring um sig, athugar hvort
afgreiðslufólkið fylgist með sér og líti hann í augu þess stara þau á
móti með eilitlum vandlætingarsvip. Það er greinilegt að hann
ókyrrist við þessi viðbrögð því nærstaddir taka eftir að líkami hans
titrar í mjúkum bylgjum sem eiga upptök sín í fótunum og breiðast
þaðan út um líkamann allan. Þessar bylgjur bera hann nánast ofurliði,
þær halda áfram að hlaupa um búkinn jafnvel þó hann hafi smeygt
blöðunum aftur í rekkann og yfirgefi verslunina. Uti í bílnum rennur
taugaæsingurinn smám saman af honum. Titrandi fingurnir ná
föstum tökum á stýrinu og á rauðu ljósi flautar hann meira að segja
stubb úr lagi og trommar með á gírstöngina. Fyrir nokkru gerði hann
sér grein fyrir að það eru ekki myndimar sem heilla hann heldur
spennan sem fylgir því að skoða þær. Á ferð um borgina, aftur á leið
til vinnu, veltir hann þessari uppgötvun fyrir sér og reynir að nýta
hana til að skilja sjálfan sig betur en það hefur ekki borið neinn
árangur. Samt hefur honum tekist að innlima klámblaðalöngunina í
daglegt líf sitt með hennar tilstiíli. í stað þess að ráfa tilviljanakennt
búð úr búð hefur hann nú komið sér upp kerfi. Hann fer í ákveðnar
búðir í borginni með vissu millibili og hefur á þann hátt tekist að
vanabinda kenndir sínar með aðdáunarverðum hætti. Með tímanum
vonast hann til að gera endurtekninguna svo vélræna að hún hætti
að veita honum ánægju en ekki er að sjá að honum muni nokkurn
tíma takast að ná því markmiði.
Fyrir hreina tilviljun hitti ég Lúkídor aftur. Hann sat einn við
hornborðið undir norðurglugganum í Staðarskála og bjó sig undir a ð
dýfa skeiðinni í barmafullan disk af blómkálssúpu þegar ég sá hann.
Við hliðina á súpudisknum var annar diskur, smærri með tveimur
36