Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 14

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 14
Ársrit Torfhildar ekki neitt, valt á bakið og hætti að anda. Henni brá. Svartur blettur: könnun hafin. Hún sló á brjóstkassa hans, skvetti á hann vatni, blés upp í hann lofti, en ekkert gekk. Hjartað hætti að slá. Tárin streymdu í augu hans frá augum hennar. Hrafn krunkaði í fjarlægð. Nokkrir rigningardropar féllu. Næstu mannabyggðir voru of langt í burtu til að hún gæti borið hann. Ef hún gengi ein af stað til að sækja hjálp yrði hann kannski étinn af hrædýrum hálendisins. Svartur blettur kemur að löngum og myrkum göngum. Hann vissi ekki hvað var að gerast, allt ljós var horfið, hann lá í myrkri. Og hvar var hún? Hún hafði horfið, eða hafði hann horfið? Eftir smá vangaveltur reyndi hann að stíga á fætur, en hvernig sem hann reyndi, tókst það ekki. Hvergi var undirstaða. Hvar var hann? Þetta virtist vera einhvers konar tómarúm, ekkert virtist vera þarna nema hann. Hann féll ekki niður, hann sveif ekki í lausu lofti, hann var ekki viss um að vera þarna en samt var hann örugglega. Hann var í öllu sínu veldi, laus við líkamann en fann fyrir honum. Honum var kalt. Svartur blettur finnur innganginn að tóminu. "Er ég í einhvers konar þyngdarleysi?" hugsaði hann og undraðist hve rödd hugsunarinnar var skýr og greinileg. "Er einhver héma?" hugsaði hann en fékk ekkert svar. Hann var fljótur að venjast myrkrinu en sá þó ekki neitt. Hann ákvað að þegja og hugsa, en gat það ekki því hugsunin hljómaði svo skýrt að hann fékk engan frið. Rödd hans heyrðist ekki, aðeins hugsimin. Dauft hljóð ómaði einhvers staðar í kringum hann, þó heyrðist það ekki strax. Svartur blettur fer inn í óvissuna. Skyndilega heyrði hann smell allt í kringum sig. Þungar og vaxandi drunur ásóttu hugsanir hans, hann gat ekki hugsað skýrt og greinilega lengur. Smátt og smátt greindi hann hnattlaga skugga, sem 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Ársrit Torfhildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.