Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 8

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 8
Ársrit Torfhildar Medúsulimir ferðuðust vítt og hittu á þeim ferðum ýmsa þá hópa sem samskipti höfðu verið við, og árangurinn mátti meðal annars sjá á sýningum í Skruggubúð. Að hætti súrrealistanna gömlu döðruðu meðlimir Medúsu við pólitískan áróður, gengust fyrir tveimur herferðum um að skila auðu í kosningum, árið 1982 var plakataherferð og árið eftir tónleikar í Félagsstofnun Stúdenta. Segja má að ákveðin endurfæðing hafi átt sér stað árið 1986 þegar safn Sjóns, Drengurinn með röntkenaugun, kom út hjá Máli og menningu. 1986 er nefninlega líka stofnár hljómsveitarinnar Sykurmolanna, sem var einskonar afsprenging Kuklsins sáluga, og innihélt eins og sú sprengja bæði medúsulimi og ómedúsaða. SKÁLDSKAPARMÁL Þó Medúsuskáldin séu ólík í yrkingum sínum má vel finna hjá þeim sameiginleg einkenni, enda varla að furða þar sem ort er undir sama súrrealistahættinum. Ljóðin eru myndræn (reyndar yfirleitt ríkulega mynáskreytt líka) og lítið jarðföst, mikið er um persónugerfingar (enda taldi Breton þær heillavænlegastar), líkamningar - það er erótík. Bækumar eru hreinlega heitar (og ég er ekki að tala um þýfi). Flug birtist í ýmsum myndum, allt frá fútúrískum glæsikerrum (Porsche Etienne Aigner, Matthías), til flakks himintungla og svifi ljóða á síðum bókanna (eins og í miðju bókar Þórs Eldons, 23 hundar). Líkaminn er tekinn og sundurlimaður (nýjasta nýtt yfir deconstruktion), skynfærin eru í fullu starfi, bæði innan Ijóðanna, svo sem höfðað er til skynfæra lesanda utan ljóðanna, með lykt, heyrn og snertingu. Líkamleg hrörnun fær sinn skammt, og líkamspartar eins og hár, tunga og augu leika stór hlutverk í þætti hættu og fegurðar. Ég kem upp úr jörðinni í héraði vel- vaxinna stúlkna Þær hafa fugla klær í stað augn hára. Þær eru skinn ætur og lofa hinn 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Ársrit Torfhildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.