Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 46
Ársrit Torfhildar
gleymskunni að bráð.
Tíminn er honum mjög hugleikinn. Hann heldur viðstöðulaust
áfram, það er nýár, svo kemur 17. júní, Hringur byrjar í skóla, dauði,
jarðarför. Saga Andra er líka ein viðstöðulaus tímaferð. En sú
samfella er rofin í sögu Guðmundar Andra, bæði leitar frásögnin
aftur á bak (eins og þegar hann flettir fjölskyldualbúminu) og "stoppar
augnablikin upp" - gerir þau lífsseigari en tímann (á svipaðan hátt og
Ijósmyndir frysta eina örskotsstund). Hringrás sögunnar kemur fram
í hoppum frásagnarinnar, frá bernskuminningum/veröld foreldranna
til samtímans/sambandsins við Hring. Þessir tveir pólar takast á í
Guðmundi Andra og það sem þeir standa fyrir: líf og dauða,
eyðingu og sköpun, lífsleiða og lífsgleði. í sögu hans er hægt á allri
atburðarás, sögumaður fær smásjáraugu í stað þess að beita
yfirlitssenum.
Til að finna sjálfsmynd sína þarf Guðmundur Andri að draga
hring frá foreldrum sínum og æsku sinni til sonarins, bemskunnar.
Ná einhvers konar samræmi milli ótta og átaka í heimi þar sem
einstaklingurinn kiknar undan samfélaginu (sbr. sögu Haraldar og
Astu í Andra-bókunum) annarsvegar og hinsvegar sköpunargleði
Hrings sem, í augum Guðmundar Andra, virðist móta heiminn að
vild sinni. Andri sá ekki möguleikann á slíku samkomulagi, hann
vildi bara skynja heiminn á einn hátt en síðan höfðu örlögin annan
hátt á. Það er ekki um að ræða samspil milli áhrifa einstaklings og
samfélags.
Hreyfing í tíma og breytingar fá annað gildi í þessari sögu en
sögu Andra. Það sem Guðmundur Andri sækist eftir er algleymi
augnabliksins; sagan bendir á að það er ekki síður augnablikið sem
skapar merkingu en það sem skapast smám saman í tímans rás.
Sagan byggir í raun meira á myndrænni sköpun en tímanlegri þar
sem Guðmundur Andri reynir að lífga einstaka atburði, sem í sjálfu
sér eru vita ómerkilegir, og gera þá merkingarbæra. Þeir eru miklaðir
upp óháð fléttunni eða hinni tímanlegu atburðarás.
Kaflaheitin í sögu Guðmundar Andra ítreka þessar hugmyndir
sem drepið hefur verið á. Það eru alvanalegir hlutir sem hann veltir
fyrir sér og fær til að iða af lífi, breytir þeim í lítil undur; sbr. sum
kaflaheitin: blokk, skiptimiði, pottablóm, hjónalíf, hádegi.
Smávægilegir atburðir sem geta haft svo mikið að segja. Máttur
tímans kemur líka fram í heitunum: tímavél, sjúkdómur, dauðinn.
44