Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 39
Ársrit Torfhildar
skáskomum brauðsneiðum og þegar ég nálgaðist borðið ýtti hann
honum í áttina til mín, heilsaði ekki en benti á diskinn. Ég settist
andspænis honum, tók aðra sneiðina, dýfði henni í súpuna og saug.
Hann sagði fátt, hafði lagt flautukassann á borðið við hlið sér;
svartan, þrísmelltan kassa með rúnnuðum hornum og stálkörmum
sem glömpuðu óþægilega. Ósjálfrátt strauk ég kassann til að finna
hvemig hann væri viðkomu en dró höndina til baka þegar ég sá
hvemig honum varð við. "Fyrirgefðu," sagði ég og kinkaði til hans
kolli en hann svaraði mér ekki heldur klappaði kassanum órólega. Ég
tók eftir að hann starði stíft á viðskiptavinina. Sumir þeirra gerðu sig
líklega til að nálgast okkur en jafnskjótt og hann varð þess var, greip
hann kassann og vildi rjúka út þannig að ég mátti hafa mig allan við
að halda honum. "Ég skal ná í hamborgarann minn sjálfur," sagði ég
og ýtti honum aftur í sætið, mér til undrunar hlýddi hann og sat kyrr.
í æsingnum hafði hann misst súpu á borðið og dró hringi og línur í
blettina, sullaði þeim fram og aftur um plötuna og tókst þannig að
róa sig niður. "Er hann vel steiktur?" spurði hann þegar ég hafði
tuggið fyrsta bitann af hamborgaranum. Ég sagði honum að hann
væri mjög vel steiktur og að brauðið væri gott, ekki þetta mjúka,
linkulega brauð sem maður fær annars staðar. "Þeir hljóta að rista
brauðið," sagði ég og stakk hnífnum í kokteilsósuna, ég hafði haft
áhyggjur af því að hún væri orðin gömul og olían ylli úr henni eins
og gulur vessi. "Æfir þú þig mikið?" spurði ég og benti með
gafflinum á kassann. Hann svaraði mér ekki beint, var upptekinn af
ímynduðu strikunum á plötunni sem öll mynduðu hringform,
reglulega rofin af skásettum línum. Ég ítrekaði ekki spuminguna.
Þegar ég leit á útkrabbað borðið sá ég mynd hans inn á milli línanna,
gangandi eftir berangurslegum fjörum Hrútafjarðarins með flautuna í
hendi sér. Ég hætti að tyggja nokkra stund og virti hann fyrir mér.
Hann hafði numið staðar og sneri í mig baki, flautan lafði
máttleysislega úr hendinni og það glampaði á hana af eldrauðum
himninum og brennandi skýjunum sem fylltu út í baksviðið og drógu
svo mjög að sér athygli hans að hann bærðist vart nema ef einstöku
fugl stakk sér niður í ljósið og sveimaði þar um líkt og vængjaður
skuggi. Hann lét sig falla á steinhnullxmg í fjöruborðinu, yfirkominn
af geðhrifum og fór höndum um andlit sitt eins og af þreytu eða
harmi en í varnarskyni leit hann upp í átt að kassalaga
skólabyggingunum á Reykjum sem hann áleit að væru sigur strangrar
37