Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 47

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 47
Ársrit Torfhildar Hringrásin (sem er í samræmi við uppsetninguna): brottför- heimkoma, dauðinn-óðurinn til gleðinnar. Kaflaheitin kallast á og ekki síst í síðasta hlutanum sem er nokkurs konar uppgjör Guðmundar Andra. OG frásagnarhættinum... Frásagnaraðferðin í Andra-sögunni er svipuð og í fyrri sögunum. Sagt er frá í þriðju persónu þátíð. Sjónarhornið er að mestu bundið við Andra, hann er eina persónan sem fylgt er eftir og við sjáum samfélagið og atburðina með hans augum. Stíllinn er knappur, það er stiklað á stóru og alltaf reynt að segja sem mest í sem fæstum orðum. Persónum er að mestu lýst utanfrá, innri lýsingar eru takmarkaðar og mikilli dramatíseringu beitt. Það er því ákveðin fjarlægð við Andra sem verður enn meiri vegna tímans sem er liðinn frá því hann var og hét (um það bil 1973-4) og þar til sagan er skrifuð. Flumbrugangur Andra ýtir líka undir fjarlægðina, hann staðnæmist aldrei. Við kynnumst persónunni ekki í átökum við neitt ákveðið, hún fæst í raun ekki við neitt og markmið hennar verður sem einföld tálsýn. Samúð og írónía sögumanns í garð Andra er nokkuð sveiflukennd. Irónían er einna kaldhamralegust þegar Andri er með allt á tæru, hugsjónirnar sannleikur. Þetta kemur gleggst í ljós í fyrsta hlutanum (og er áberandi í Persónum og leikendum). Samúðin verður meiri þegar Andri hægir á ferð sinni, lítur sér nær eins og þegar hann fer út á róluvöll með Sif, það er þegar hann líkist fyrirmynd sinni Guðmundi Andra. Sagan um Guðmund Andra er fyrstu persónu frásögn þar sem sögumaður beinir sjónum sínum að sjálfs sín hug sem og sínum nánustu. Harm er persóna og þátttakandi í sögunni, segir sína sögu milliliðalaust. En hann er bundinn við að lýsa eigin hug, getur ekki vitað hugsanir annarra eins og sögumaðurinn í Andra-sögu (þótt hann takmarki slíka vitneskju). Sögumenn þriðju persónu frásagna hafa yfirleitt meira vald og yfirsýn í sögunni en sögumenn fyrstu persónu frásagna. Það kemur þó fyrir að Guðmundur Andri hafi yfir sögumannsvitneskju að ráða þegar hann segir frá bernsku sinni eða af foreldrum. Æskuminningarnar snúast mest um átök foreldranna og uppreisnarsegginn Berta en sjálfur kemur Guðmundur Andri undarlega lítið við sögu. Það er eins og hann sé fluga á vegg. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Ársrit Torfhildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.