Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 48
Ársrit Torfhildar
LÍFSSPEKI?
Guðmundur Andri þarf eiginlega að rifja upp kynni sín af lífinu.
Hann þarf að skilgreina fjölskyldu sína, bakgrunninn, til að geta náð
einhverjum rótum í tilverunni. Komast út úr "nautheimsku núinu".
Eina leiðin er að reyna að snúa á óminnið. "En úr því að ég skrifaði
það niður gerist það aftur og aftur" (267). Hann getur endurtekið
atburði, skapað sér fortíð, skrifað sig til hringrásar lífsins. Það má
því segja að uppbygging sögu GA sé viss samræming forms og efnis.
Línulaga tími gengur hér ekki upp, minnislaus maðurinn getur ekki
haldið áfram eins og ekkert sé eins og Hringur sem aldrei lítur til
baka. Sagan verður því ekki rökræn framvinda. Hann rifjar æskuna
ekki skipulega upp heldur koma minningarnar óboðnar og
fyrirvaralaust. Hringur burðast ekki með slíkar byrðar á bakinu. Allt
er nýtt fyrir honum og ekki þörf á neinu fortíðaruppgjöri! En hin
bamslega fundvísi á undrið í heiminum endurnýjar Guðmund Andra
og setur af stað einhvers konar hringrás í bókinni. Það er því ekki að
ósekju að sonurinn heitir Hringur, hann er mótvægið við fortíðina,
dauðann, eyðinguna, lífsleiðann. í honum hefst lífið að nýju... Hann
er maskínan sem Guðmundur Andri notar til að veiða lífið í. Honum
tekst jafnvel að blása lífi í drumbinn Harald. Vítamínsprauta. "Ef
maður gæti verið eins og bömin leika sér. Allt undir kontról af því
þau búa til allt sjálf, em sjálfum sér nóg og hafa svo algera
sköpunargáfu að þau geta bmgðið sér í allra kvikinda líki. Skipta um
ham, hamsleysið" (43).
Er þá niðurstaðan einföld lífsspeki þar sem mælt er með
samneyti við börnin sem alltaf sjá hversdaginn fullan af
furðuverkum?
I togstreitunni milli heimsmyndar hvers einstaklings og
einhverrar alheimsmyndar er það einkaveröldin sem gæðir núið
lífi og skiptir manninn mestu máli. Svar bókarinnar má því
útleggjast sem tilbrigði við stefið um að maðurinn skuli rækta
garðinn sinn. (Gísli Sigurðsson. 1986:43)
Þetta kemur greinilega fram í bókinni og sést t.a.m. á því að
nálægðin er miklu meiri í Guðmundar-Andra sögu en Andra sem er
séður úr krítískri fjarlægð. Hinu má þó ekki gleyma að hér er ekki
'ídealísering' á ferðinni eða afdráttarlaus tilmæli um hvemig maður
skuli haga lífi sínu. Vissulega er sýnd Andra, sem lifir fram fyrir sig í
46