Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 66
Ársrit Torfhildar
óhugnanlegt.
Janey hefur yndi af að sökkva sér í lestur bóka en það er enn eitt
mjög algengt fyrirbæri í kvenlýsingum bókmennta. "I love to read, to
lose myself in foreign places, new emotions, leam what other people
feel; most all my friends hve within books" (214). Lesturinn er hennar
undankomuleið undan ógnvekjandi raunveruleika inn í fantasíu og
dagdrauma, lykillinn að dulvitimdinni. Lawrence Lipking tengir
lestrarþörf kverma í bókmenntum þörf fyrir að gleyma persónu sinni
og rifja upp eða muna sjálf sitt. Konur vilji sökkva sér í bók og
gleyma þannig Föðurnum eða karlveldinu20 og komast nær
symbíósunni, lesturinn er þá uppbót fyrir skort. Þrá eftir
móðurlíkamanum. í sömu grein gerir Lipking grein fyrir óðfræði
Madame de Staél og hún segir að það að konur sökkvi sér meira í
lestur eða ritun bóka sé ekki eingöngu flótti undan karlveldinu eða
Föðurnum heldur sé líka um að ræða leit að fjarverandi vini sem
lesandinn samsamar sig við. Janey segir berum orðum að flestir vinir
hennar búi í bókmn, eini vinur hennar sem ekki býr í bók býr í tjörn,
engu raunverulegri en vinirnir í bókunum. Madame de Staél segir að
vináttan snúist svo við í höndum lesandans og komi aftan að honum
þar sem hann geti ekki horfst í augu við þær sorgir sem hann upplifir
sjálfur nema að yfirfæra þær á aðra manneskju, sem er einmitt það
sem Janey gerir í lok sögunnar, hún lætur systurina (eða telur sér trú
um að það sér systirin) um að drepa Mr. Emerick. Hún yfirfærir
lokasenuna á tvífara sinn21 og styður þannig við margar
tvífarakenningar um að "Hinn", Augusta, sé vondi hluti sjálfsins.
Janey er ófær um að horfast í augu við eigin gjörðir og segir því a ð
Augusta hafi gert það.
Madame de Staél heldur því líka fram að konur samsami sig
persónum bókmennta og upplifi tilfinningar þeirra á mun nánari hátt
en körlum sé unnt. Þar af leiðandi geta bækur virkað á konur sem
uppspretta einmanaleika eða ýtt undir þá tilfinningu sé hún þegar
fyrir hendi. "Poetry is a companion that makes the reader feel more
alone".22 Janey er mjög einmana, báðar systur hennar horfnar og
hún og móðir hennar talast varla við. Einmanaleiki hennar verður
enn sárari þegar hún les bækur og hittir Augustu við tjörnina.
Leyndarmáhð einangrar hana frá hinum, allir vita um það nema hún.
Sagan gerist í fjallahéraði og hús mæðgnanna er staðsett á litlu,
einangruðu bersvæði inni í skóginum. Náttúran tekur því yfir stóran
64