Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 28

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 28
Ársrit Torfhildar Gunnþórunn Guðmundsdóttir "Saga lífs míns er ekki til" um Elskhugann eftir Marguerite Duras What the Photograph reproduces to infinity has occured only once: the Photograph mechanically repeats what could never be repeated existentially. (Roland Barthes, Camera Lucida1) ENDURMINNINGAR í L'Amant eða Elskhuganum, eins og hún nefnist í íslenskri þýðingu Hallfríðar Jakobsdóttur,2 eftir Marguerite Duras er fjallað á mjög sérstakan hátt um endurminningar. Duras blandar saman órum og raunverulegum atburðum og reynir með ýmsum ráðum að fanga augnablikið.3 Hún fjallar aðeins um brot úr lífi sínu; unglingsárin; leiðina burt úr móðurfaðmi til þroska. Það bregður aldrei fyrir trega yfir því að verða fullorðin. Barnæskan er ekki sveipuð neinum dýrðarljóma; það er frekar að sögumaður finni fyrir létti að losna úr þunglyndum móðurfaðmi og burt frá sérkennilegum og einskisnýtum bræðrum. Leiðina burt finnur hún í kínverska elskhuganum og skriftunum. Það er sagt að Duras hafi aldrei átt þennan elskhuga, að hann sé uppspuni, en með því að segja söguna um elskhugann er hún að varpa ljósi á veruleikann, fjölskyldu sína, sjálfa sig og samfélagið.4 Sagan af honum tekur yfir lítinn hluta bókarinnar. Hinn hlutinn eru endurminningabrot frá þeim tíma þegar hún bjó í Indókína og einnig nokkur brot frá Frakklandi. Eins og fyrr segir reynir hún að fanga augnablikið og er mikil áhersla lögð á myndir og þá ekki síst ljósmyndir. Sögumaður tínir saman brot og raðar þeim saman, ekki einungis til að rifja upp liðna tíma, heldur til að reyna að skilja sjálfa sig og þetta tímabil í lífi sínu og nálgast það því úr ýmsum áttum. Sögumaður tekur fram að hér sé ekki um ævisögu að ræða: Saga lífs míns er ekki til. Slíkt er ekki til. Það er aldrei nein miðja. Enginn vegur, engin lína. (bls.12) 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Ársrit Torfhildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.