Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Side 28

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Side 28
Ársrit Torfhildar Gunnþórunn Guðmundsdóttir "Saga lífs míns er ekki til" um Elskhugann eftir Marguerite Duras What the Photograph reproduces to infinity has occured only once: the Photograph mechanically repeats what could never be repeated existentially. (Roland Barthes, Camera Lucida1) ENDURMINNINGAR í L'Amant eða Elskhuganum, eins og hún nefnist í íslenskri þýðingu Hallfríðar Jakobsdóttur,2 eftir Marguerite Duras er fjallað á mjög sérstakan hátt um endurminningar. Duras blandar saman órum og raunverulegum atburðum og reynir með ýmsum ráðum að fanga augnablikið.3 Hún fjallar aðeins um brot úr lífi sínu; unglingsárin; leiðina burt úr móðurfaðmi til þroska. Það bregður aldrei fyrir trega yfir því að verða fullorðin. Barnæskan er ekki sveipuð neinum dýrðarljóma; það er frekar að sögumaður finni fyrir létti að losna úr þunglyndum móðurfaðmi og burt frá sérkennilegum og einskisnýtum bræðrum. Leiðina burt finnur hún í kínverska elskhuganum og skriftunum. Það er sagt að Duras hafi aldrei átt þennan elskhuga, að hann sé uppspuni, en með því að segja söguna um elskhugann er hún að varpa ljósi á veruleikann, fjölskyldu sína, sjálfa sig og samfélagið.4 Sagan af honum tekur yfir lítinn hluta bókarinnar. Hinn hlutinn eru endurminningabrot frá þeim tíma þegar hún bjó í Indókína og einnig nokkur brot frá Frakklandi. Eins og fyrr segir reynir hún að fanga augnablikið og er mikil áhersla lögð á myndir og þá ekki síst ljósmyndir. Sögumaður tínir saman brot og raðar þeim saman, ekki einungis til að rifja upp liðna tíma, heldur til að reyna að skilja sjálfa sig og þetta tímabil í lífi sínu og nálgast það því úr ýmsum áttum. Sögumaður tekur fram að hér sé ekki um ævisögu að ræða: Saga lífs míns er ekki til. Slíkt er ekki til. Það er aldrei nein miðja. Enginn vegur, engin lína. (bls.12) 26

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.