Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 29
Ársrit Torfhildar
Þess vegna brotakenndur stíll, ímyndir frekar en atburðir í réttri
tímaröð. Þess vegna minnir bókin á ljósmynd frekar en kvikmynd, þó
lifna Ijósmyndimar stundum við og fá málið, en frjósa jafnan aftur.
SJÓNARHORN
Það að skipta oft um sjónarhorn gefur sögunni sérstakan blæ;
ýmist mjög persónulegan eða fjarlægan og það er ýmist sagt frá í
þátíð eða nútíð. Sögumaður, sem ég hef áður minnst á, er ráðandi
rödd sögunnar, stjórnar henni og ýtir hinum röddunum fram á
sjónarsviðið. Það er fyrstu persónu frásögn, höfundur sögunnar sem
situr við skriftir og segir frá ýmsu sem á daga hans hefur drifið. Til
þess að nálgast þá atburði frekar beitir hún einnig fyrir sig öðrum
frásagnarmanni, sem er einnig hún sjálf (það er Duras) í fyrstu
persónu en þá aðeins fimmtán ára og notar þá beina frásögn. Höfundi
tekst að nota þessar raddir sitt á hvað, oft með örum skiptingum án
þess að það trufli flæði textans. Stundum eru skiptingar það örar a ð
erfitt er að átta sig á hver talar:
Þennan umrædda dag hlýt ég að vera í margfrægum hælaháum
skóm úr gull-lamé. Eg sé ekkert annað sem ég gæti verið í þennan
dag, svo ég er í þeim. Móðir mín keypti þá handa mér, á
margniðursettu verði. Ég fer á þessum gullofnu skóm í skólann.
Ég fer í skólann á kvöldskóm skreyttum smágerðum
similíusteinamynstrum. Þetta er vilja mínum samkvæmt. (16)
Þriðja frásagnaraðferðin sem er notuð er þriðju persónu frásögn
alviturs sögumanns sem stendur utan við atburðarásina. Þessi aðferð
er mest notuð þegar fjallað er um elskhugann. Torfi H. Tulinius segir
í grein sinni: "[...] en þegar við lítum nánar á frásögnina af
Kínverjanum kemur í ljós að það er annar blær yfir henni en öðrum í
bókinni. Það er eins og allt sem tengist honum sé í einhvers konar
móðu. Auk þess er sagan sjálf meira í ætt við það sem á sér stað í
skáldsögum en raunveruleikanum: ríkur maður er heltekinn af ást til
fátækrar stúlku en ytri aðstæður banna þeim að eigast."5 Þetta er
ævintýrasaga um prins og fátæka stelpu sem myndar mótvægi við líf
hennar með fjölskyldunni sem einkennist af hnignun, eyðingu,
ofbeldi og fátækt meðan ástarævintýrið er fullt af erótík og ríkidæmi
en þó einnig sársauka. Hún flýr fjölskyldu sína þegar hún eldist og
þroskast og tekur til við að gera það sem hún hefur alltaf ætlað sér,
en var í óþökk fjölskyldunnar; að skrifa:
27