Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 58
Arsrit Torfhildar
UMHVERFI, gotneska og tvífari
í gömlum gotneskum sögum, eins og Frankenstein og Jane Eyre
til dæmis, styður umhverfið (yfirleitt kastali) óhugnaðinn. Söguhetjan
er fangi aðstæðnanna, henni er haldið innan hallarmúranna sem
táknrænt séð er álitið foreldri. Þungamiðja gotneskra sagna er barátta
við spegilmynd sem er hvort tveggja í senn, sjálfið og Hinn (Other).
Persónur tvífarasagna, eins og til dæmis Der Golem eftir Gustav
Meyrink og Dr. Jekyll and Mr. Hyde eftir Stevenson, eru mjög
uppteknar af því að vera í senn sjálfur og Hinn - sem er ákveðin
tegund geðveiki - geta sum sé ekki skilgreint sig sem einstakan.
Þessar sögur yfirfæra líka alla illsku sjálfsins yfir á tvífarann, þannig
að um hrein andstæðupör er að ræða. Fyrir stúlku í gotneskum
sögum er spegilmyndin, eða Hinn, móðirin, sem hún berst við um
sjálfstæða, eigin sjálfsvitund.4
I Sister er spegilmyndin ekki móðirin, heldur systirin Augusta,
bæði móðirin og elsta systirin eru ekki lengiu með í sögunni, Mr.
Emrick hefur tortímt þeim. Á einhvern dularfullan hátt tengist Mr.
Emrick og bros hans stroki elstu systurinnar og því að Augusta liggur
ofan í tjöminni. "But she will not tell me what happened to her. I don't
know how she died, or how she lives here, in the pond" (218). Það er
sú leit að vitneskju sem sagan fjallar um, að vita hemig það er og
hvað er að vera kona. Augusta býr þess vegna yfir því leyndarmáli
sem yfirleitt gengur í arf frá móður til dóttur en hún þegir yfir því.
Janey skynjar þó að það tengist líkamanum og ótti hennar vex til
muna þegar hún kemst á þann aldur sem varð systrum hennar að
aldurtila. "This spring I'm ten years old. I am my sister’s twin...It
worries me...My chest is flat still but my nipples changed, they itch
sometimes, and mb against my T-shirt so I want to take it off. I want
to cut my braids but Mama will not let me." (218). Hún vill klippa af
sér flétturnar til að verða fullorðin en móðirin reynir að aftra því,
kannski vegna þess að hún veit um hætturnar sem felast í því að
verða kona og vill vemda barnið Janey. Systirin er sú sem Janey
upplifir fmmreynslu sína með, sú sem "gefur" henni alla þá ást sem
hún þráir. Það sem móðirin ætti að vera Janey er systirin henni.
Óhugnaðurinn tengist aldrinum, á þessum lífshættulega aldri gerist
eitthvað sem Janey veit ekki nákvæmlega hvað er, en skilur að aldur
systranna tengist hvarfi þeirra.
Móðirin stendur utan við samband systranna, er fjarverandi
56