Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 55

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 55
Ársrit Torfhildar allt er séð út frá sjónarhóli Janey, sem rifjar upp það sem gerðist á fyrstu tíu árum ævi sinnar, hún er ekki orðin kona þótt hún sé álitin slík af einum manni. "He looks at me, sees Jane, the child, but sees as well a woman, selfaware, seductive, ripe; a match for him."2 Hún upplifir sjálfa sig sem gildru, sem hún losnar ekki undan. Kristeva byggir kenningu sína á kenningum Lacan um tilurð sjálfsvitundar mannsins. Hann skiptir þroskaskeiði barns í þrjú stig: ímyndunarstigið; þar sem barnið lítur á sig og móður sína sem eina heild, móðurbrjóstið fullnægir öllum þörfum þess en við fyrsta aðskilnað við móðurina fer barnið á spegilstigið; barnið speglar sig í umhverfinu og hlutir þess verða annað en það sjálft, þetta stig er samofið ímyndunarstiginu þar sem barnið leitar að einhverju(m) til að samsama sig við, og loks er það táknstigið (fr.symbolique) eða symbólska stigið þar sem þriðji aðilinn kemur inn í samband barnsins við móðurina og sundrar því, hann bannar þessa nánu, orðlausa samveru og sjálfsvitund barnsins verður til. Þessi þriðji aðili er skilgreindur sem Faðirinn og með komu hans er barnið neytt til að tala. Kristeva segir að fyrsta orð þess "mamma" merki þrá eftir því sem er fjarverandi. Táknstigið er því viðbragð við skorti, tungumálið táknar fjarveru og einkennist af þrá. Tvennt ræður því að Lacan er svo mikill áhrifavaldur í femínískum fræðum sem raun ber vitni: í fyrsta lagi er það sú ríka áhersla sem hann leggur á það að dulvitundin verði til og fái formgerð sína í samspili máltöku og banns Föðurins og í öðru lagi sú kenning hans að sjálfsvitundin verði til í aðskilnaði og sé því alltaf klofin og ekki heil. Um það leyti sem barnið lærir að tala kemur Faðirinn með boð sín, bönn og reglur samfélagsins, sem táknuð eru af fallusnum, þar finnur barnið sér viðfang (objekt) til að samsama sig við. Tilraunir þess til samsömunar valda klofningi sjálfsvitundarinnar í meðvitund og dulvitund. Symbólska kerfið (lögmál Föðurins) er bælandi vegna þess að það er karllægt og takmarkað. Gegn þessu kerfi teflir Kristeva því semíótíska í tungumálinu sem er hverskonar truflanir eða rof, sem brjótast upp á yfirborð textanna. Þar sem lógíkina brestur í textum kemur hið kvenlega fram. Þetta sést best í skáldlegu máli segir Kristeva. Lögmál Föðurins/reglur samfélagsins mynda meðvitundina en allt sem tengist móðurinni og nánu samlífi við hana í frumbernsku er bælt niður í dulvitundina. Meðvitundin og dulvitundin fá formgerð sína 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Ársrit Torfhildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.