Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 57

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Blaðsíða 57
Ársrit Torfhildar er að verða kynþroska, hún vill draga það sem mest á langinn og býður við þessum breytingum, hafnar eigin líkama. Hún upplifir móður sína sem konu í fyrsta skipti þegar hún sér hana með stjúpanum; hvað hún er upptekin af honum. Hún er ekki lengur 'mamma' þegar hann er nálægur. Janey er sjálf að verða kynþroska og hún skynjar þær breytingar sem banvænar. Það sér hún best í ástandi systur sinnar, en samkvæmt Kristevu er líkið hámark úrkastsins, Augustu sem liggur dáin í tjöminni í upphafi sögunnar. Janey göfgar Augustu, hún sér ekki hrylling þess að lík systur hennar sé í tjöminrti. Við yfirvofandi hættu, endurkomu Mr. Emrick sem boðar Janey sömu örlög og Augustu, kemur leyndarmál systurinnar upp á yfirborðið og um leið skynjar Janey hana í fyrsta sinn sem lík. "I had not before thought of Augusta dead...But now I saw the green- cast skin streched tightly on her cranium; her too-large teath; her hair, dark aubum halo, slimy reptiletangle" (bls. 220). Úrkastið rís upp þar sem tilvistinni er ógnað. Merking þess er merkingarleysa eða ótti. Óhugnaðurinn er aðlaðandi, heillandi og spennandi en um leið ógnvekjandi. Togstreitan þarna á milh er hreinsandi - það eru hreinsunaráhrif í óhugnaðinum sem setur mörkin um það hve langt má ganga. Úrkastið er nefnilega hægt að sýna í hverskonar ástandi sem fer út fyrir mörk velsæmis, eða þannig ástandi sem rís gegn takmörkum eða landamærum þess að vera - líkið er þess vegna hámark úrkastsins eða höfnunar sem vinnur á þann veg að eyðileggja takmörk sjálfsins. Hinn hræðilegi grunur Janey um ógnina sem stafar af karlinum er staðfestur, ""he put me here." I stared. I knew, had sensed, that Mr. Emrick had some knowlegde of my sister's fate, had been a presence in the woods that day, had seen, heard, had, perhaps, touched; his touch perhaps the agent which had sent my sister headlong to her death. But my mind had not made the leap from accidental death to murder" (220-221). Snerting karlmanns er banvæn lítilli stúlku. Á táknrænan hátt má tengja það bælingu Föðurins á dulvitundinni, bælingu á því sem hann hefur ekki aðgang að, symbíósunni, hinu þögula sambandi móður og barns á ímyndunarstiginu. Sú bæling verður reyndar fyrsta daginn sem Mr. Emrick kemur heim til þeirra. Hann ógnar samlífi þeirra, systumar sem hafa upplifað sig sem heild en ekki einstaklinga em neyddar til að sundrast. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Ársrit Torfhildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.