Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Side 8

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Side 8
Ársrit Torfhildar Medúsulimir ferðuðust vítt og hittu á þeim ferðum ýmsa þá hópa sem samskipti höfðu verið við, og árangurinn mátti meðal annars sjá á sýningum í Skruggubúð. Að hætti súrrealistanna gömlu döðruðu meðlimir Medúsu við pólitískan áróður, gengust fyrir tveimur herferðum um að skila auðu í kosningum, árið 1982 var plakataherferð og árið eftir tónleikar í Félagsstofnun Stúdenta. Segja má að ákveðin endurfæðing hafi átt sér stað árið 1986 þegar safn Sjóns, Drengurinn með röntkenaugun, kom út hjá Máli og menningu. 1986 er nefninlega líka stofnár hljómsveitarinnar Sykurmolanna, sem var einskonar afsprenging Kuklsins sáluga, og innihélt eins og sú sprengja bæði medúsulimi og ómedúsaða. SKÁLDSKAPARMÁL Þó Medúsuskáldin séu ólík í yrkingum sínum má vel finna hjá þeim sameiginleg einkenni, enda varla að furða þar sem ort er undir sama súrrealistahættinum. Ljóðin eru myndræn (reyndar yfirleitt ríkulega mynáskreytt líka) og lítið jarðföst, mikið er um persónugerfingar (enda taldi Breton þær heillavænlegastar), líkamningar - það er erótík. Bækumar eru hreinlega heitar (og ég er ekki að tala um þýfi). Flug birtist í ýmsum myndum, allt frá fútúrískum glæsikerrum (Porsche Etienne Aigner, Matthías), til flakks himintungla og svifi ljóða á síðum bókanna (eins og í miðju bókar Þórs Eldons, 23 hundar). Líkaminn er tekinn og sundurlimaður (nýjasta nýtt yfir deconstruktion), skynfærin eru í fullu starfi, bæði innan Ijóðanna, svo sem höfðað er til skynfæra lesanda utan ljóðanna, með lykt, heyrn og snertingu. Líkamleg hrörnun fær sinn skammt, og líkamspartar eins og hár, tunga og augu leika stór hlutverk í þætti hættu og fegurðar. Ég kem upp úr jörðinni í héraði vel- vaxinna stúlkna Þær hafa fugla klær í stað augn hára. Þær eru skinn ætur og lofa hinn 6

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.