Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Side 62

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Side 62
Ársrit Torfhildar ekki að ræða nema tvífarinn leiki að minnsta kosti einhverju sinni sjálfstætt hlutverk, óháð fyrirmyndinni."9 Janey og Augusta eru ekki lengur eitt, aðskilnaðurinn er algjör og endanlegur. Augusta er samvaxin skóginum; móðurlíkamanum. Hún lifir í tjörninni, legvatninu, í symbíósu við móður náttúru sem Janey öfundar hana af, og þráir að vera eins, umvafin öryggi móðurkviðarins, en þorir ekki að taka lokaskrefið. Hún þorir ekki að verða kona og er því skilin eftir á þroskaskeiði bams, verður barn í konulíkama. Að verða kona felur í sér dauða stúlkubamsins og vegna óttans staðnar Janey í þroska og er þar af leiðandi geðveik, með tvískipta sjálfsvitund, getur vart lifað án Augustu nema undir rúmábreiðunni. "The world is cold; I hide beneath the covers of my bed; I will not read, or dream" (227). Hún er í senn lifandi og dauð; úrkast. MYNDMÁL OG FRÁSAGNARHÁTTUR Augnmyndmálið gegnir lykilhlutverki í sögunni. Samband systranna einkennist af einingu, orð eru þeim óþörf þar sem samskipti þeirra fara fram með snertingum og augnaráði. Augnaráðið er aðal samskiptatækið og getur verið banvænt, kannski kemur þarna inn ákveðin hjátrú á "hið illa auga" en Janey tengir augnaráð Mr. Emrick beint við eitthvað hættulegt, jafnvel dauða. Það er hið fallíska augnaráð karlveldisins sem þaggar niður og bælir hið kvenlega. Öll frásögnin einkennist af þögn, ekki er talað um glæpinn, hann er skynjaður í gegnum augun. Janey og Augusta horfast í augu og Janey "sér" með augum systurinnar. Móðirin er ekki þátttakandi í þessari symbíósu systralagsins heldur stendur hún nafnlaus fyrir utan hana. Fjarvera móðurinnar er algengt minni í sögum kvenna.10 Móðirin er handgengin karlveldinu, lifir sátt við kúgun þess og hjálpar því að bæla niður "óstýrilátar" dætur. í Sister á móðirin þó í nokkurri togstreitu milli þess að styðja karlveldið og að stjómast af væntumþykju á dætrunum. "Mr. Emrick came back, alone, it was full dark. Mama cried. She called to Augusta over and over, she walked to the edge of our clearing, her voice rang out lika a soaring night bird. She returned to me, to lift the warm cloth from my forehead, dip it once again in cool well water"(216). Móðirin getur lítið aðhafst, er eins og milli steins og sleggju, skynjar vanmátt sinn sem kemur vel fram í myndmálinu, rödd hennar hljómar eins og fuglstíst í skóginum. 60

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.