Torfhildur - 01.04.2007, Side 13
Frá Nietzsche til David Lynch
leika þegar Betty tekur hamskiptum í leikprufunni.
Eins og minnst hefur verið á, eru hamskipti David Lynch
hugleikin; það er eins og öll myndskot hans séu tekin á því sekúndu- j
broti þegar hamskiptin eru að fara að eiga sér stað. Guli stiginn í
Twin Peaks þáttunum sem leiðir upp í herbergi hinnar dánu Lauru
Palmer, hús Fred og Renée í Lost Highway, hurðin og nánast allt
sem tengist Betty og Ritu í Mulholland Drive; tilfinningin er sú að
vera þessara hluta sé við það að springa, við það að taka á sig annað
form. Ég minnist orða Paul Verlaine í ljóðinu „Spleen“
l
Les roses étaient toutes rouges
Et les lierres étaient tout noirs
[-]
Le eiel était trop bleu, trop tendre,
La mer trop verte et l’air trop doux.6
í
Með slíkri synaesthesiu sjáum við aftur tilefni til að tengja Lynch við
lýrik og myndlist fi'ekar en hefbundna natúralíska kvikmyndagerð,
og áhersla symbólistanna á sannleiksleit í gegnum „brenglaða“ j
skynjun er ekki langt frá hugmyndafræði Lynch. Lílct og ljóð-
mælanda „Spleen“ finnst áhorfanda Mulholland Drive að veru-
leiki myndarinnar sé hverfull þar sem allir litir eru of sterkir, allar
persónur of ýktar, og að bráðum muni allt breytast í andhverfu sína.
Þó er ekki hægt að segja að hér sé á ferðinni sartrísk hræðsla við
að hlutirnir fari úr skorðum.7 Það er mun frekar tilfinningin um að
við séum vitni að fagufræðilegri tilraun um að skynja veruleikann í
gegnum grímurnar (tungumálið). Lynch er ekki endilega þar með
að segja að það sé hægt að skynja veruleikan milliliðalaust. Nietzche
skrifar:
Þegar á allt er litið virðist mér hin rétta skynjun - sem
myndi þýða: fullnægjandi tjáning hlutveru í sjálfs-
veru - vera mótsagnakennd fásinna: því að milli jafn
gerólíkra sviða og sjálfsveran og hlutveran eru, ríkir
6 Paul Verlaine, „Spleen" í Six French Poets of the Nineteenth Century , ritstj. E.II. og
A.M. Blackmore (Óxford, New York: Oxford University Press, 2000), 216-18. Mín þýðing:
„Rósimar voru eldrauðar / Ogbergfléttan biksvört / [...] / Himininn var ofblár, of mjúkur,
/ Hafið of grænt, og ioftið of sætt. “
7 I lér er ég fyrst og fremst að vísa í „hræðslu" Roquentins í Ógleði Sartres.