Torfhildur - 01.04.2007, Blaðsíða 23
Mjólkurferna og 1,5% sannleikur
orðinu og fyrirbærinu mjólk, og táknmynd mýtunnar, sem er í
einhveijum skilningi það sama (og þó ekki). Barthes kallar íyrsta
stigs táknið merkingu. Það er fullt og hefur raunverulega næi*vei’u.
Mýtan lítur hinsvegar á það sem form og nýtir það sem táknmynd.
Formið er tómt, það lætur undan en heldur merkingunni frá okkur,
heldur henni í fjarlægð. Táknmið mýtunnar kallar Barthes konsept
og með því fýllist formið og úr verður mýta. Fernan er ekki glær,
við sjáum ekki vökvann inni 1 henni. Hún brenglar skynjun okkar á
honum og í staðinn sjáum við orð, liti og myndir sem settar hafa
verið á hana. Við lesum í konseptið frekar en merkinguna. Fernan
er ekki bara gildislaus geymslustaður fyrir mjólkina. Merkingin,
mjólkin, er samt enn til staðar og enn greinanleg. Hristu nú fernuna.
Heyrirðu?
En hver er mýtan um mjólkina? Fernan er gul og frískleg (ég
er bara með léttmjólk í ísskápnum svo ég notast við hana). Neðri
hluti fernunnar er eins og skjannahvít mjólk að slettast. Fernan er öll
eins og á iði. Á henni stendur „Léttmjólk“ og „Muu“ sem virkar öðru
vísi og kúl en tekur samt ofan hattinn fýrir uppruna mjólkurinnar,
kúnni.6 Á fernunni er mynd eftir grunnskólabarn — enda er mjólk
mikið haldið að ungu fólki. Þar er einnig útskýring á málshætti og
slagorðið „íslenska er okkar mál“. Mjólkin er ekki bara góð fýrir
tennurnar heldur tungumálið líka. Hún er séríslensk. Allt þetta
hefur áhrif á skilning okkar og notkun á mjólkinni og það er
eiginlega allt þetta sem gerir vökvann í fernunni að mjólk. Þó hefur
þetta engin bein áhrif á hann og tengist honum varla.7
Á fernunni er líka tafla um næringargildi. Hún er vísindalegs
eðlis. í henni stendur rneðal annars hversu mikið af orku, |
próteini, kolvetni og fitu sé í fernunni. Með þessari nálgun er
leitast við að skýra mjólkina út frá því hvað hún er raunverulega,
hvað hún er í sjálfri sér. Taflan er safn staðreynda en henni fylgja
engar útskýringar. Það er ekkert orsakasamband byggt inn í hana.
Mjólkin er þekkt stærð en ekki hluti af neinni sögu. Engu er ofaukið.8
Ef næringargildistaflan segir okkur eitthvað þá er það að hægt sé
6 Mjóllcursamsalan færði muu -ið þó út úr fjósinu í nokkurra ára gamalli auglýsinga-
herferð.
7 Það væri áhugavert að skoða breytingar mjólkurfernum síðustu ár, þær hafa verið
nokkrar, en það verður ekki gert hér.
8 Auðvitað vakna upp spurningar um það afliverju mjólkin er brotin niður í nákvæm-
lega þessa þætti. Afhveiju nákvæmlega þeir eru mældir, hvort það séu engir aðrir mælan-
legir þættir? Rétt eins og með önnur vísindi felst í töflunni visst val.