Torfhildur - 01.04.2007, Page 90
AðaIsteinn Hakonarson
5. Lengd hins tuíhljóðaða é
Þótt við höfum komist að þeirri niðurstöðu að j í íslensku sé liálf-
sérhljóð og hafi verið síðan í forníslensku hefur því ekki verið svarað
| hvort é hafi einhvern tíma verið eiginlegt tvíhljóð. í þessum kafla
verður annars vegar reynt að komast að niðurstöðu um lengd seinni
hluta ie sem Jóhannes og Björn Karel deildu um og hins vegar um
meint tvíhljóðseðli hljóðasambandsins.
Eins og áður sagði töldu Jóhannes og Björn Karel að ie eða
ié hefði verið tvíhljóð. Munurinn er hins vegar sá að Björn gerði ráð
fyrir því að seinni hluti ie hefði verið langur, þ.e. ié, en Jóhannes
taldi eðlilegra að gera ráð fyrir að seinni hlutinn hefði verið stuttur
en ie, sem heild, langt í ljósi tvíhljóðseðlisins.
Breytingarnar sem verða á rími í kjölfar tvíhljóðunar é eru þær
að á 14. öld fer é að ríma við gamla langa æ-ið og stutta é-ið.33 Á rímið
é : e minnist Jóhannes alls ekki og Björn veitir því ekki þá athygli
sem það verðskuldar. Hann skýrir það þannig að af því að seinni
hluti ié haföi sama hljóðgildi og e var rímið þolað þótt lengdarmunur
væri. Björn gefur hins vegar ekki skýringu á því af hverju telja eigi
j að hljóðgildi e og ié hafi verið eitt og hið sama ef síðari hluti ié hélst
langur. Ef aftur á móti er gengið út frá því að ie hafi haft stuttan
síðari hluta er eðlilegt að ætla að hann hafi opnast til samræmis við
stutt e.34
Jóhannes segir ie hafa getað rímað við æ vegna þess að ie var
tvíhljóð og því langt eins og æ en hljóðgildismunur hafi verið lítill.
Björn felst ekki á þá skýringu eins og áður var sagt frá (§3.3) og telur
að slíkt rím geti aðeins skýrst af því að ié hafi haft langan síðari hluta
sem var svipaður að hljóðgildi og æ.
Það er erfitt að hnjóta ekki um það hve litla athygli bæði Jóhannes
og Björn veita ríminu é : e. Þó sýnir yfirlit Björns sjálfs að það rím er
miklu algengara en rímið é : æ. Þegar heimildirnar vísa í gagnstæðar
áttir er ekki úr vegi að skoða þær betur og sjá hvort þar er allt með
felldu. Björn fann fjögur dæmi um rím é : æ úr helgikveðskap frá 14.
I
33 Fram til 1300 er é ekki rímað við annað en sjálft sig utan eitt tilvik í Illugadrápu Odds
Breiðfiröings frá um 1000, sætt: létta (Björn K. Þórólfsson, 1929: 234).
34 Á einum stað segir Björn reyndar: „Der er af vokalen é farst udviklet ’e, som snart
blev til ié, hvilken tvelyd tidiig er'gaaet over til lydforbindelsen jé.“ Ef til vill á nann við að
seinni hlutinn hafi verið stuttur og þar með faliið saman við gamla stutta e á því stígi þegar
i fyrri hlutinn var skriðhijóð (Björn IC Þóróifsson, 1924: 78).