Torfhildur - 01.04.2007, Page 129
James Joyce 101
Sumir vilja meina að æskilegt veganesti fyrir Ulysses séu m.a. A
Portrait, Hamlet Shakespeare og ljóðið Who goes with Fergus
eftir Yeats, auðvitað auk Ódysseifskviðu sjálfrar. Að þessi verk séu
beinlínis su heimavinna sem þurfi að skoða áður en ráðist sé til atlögu
við doðrantinn sjálfan.
Joyce var nu orðinn stórstjarna í bókmenntaheiminum en hófst
strax handa við næsta verk. Þó var það ekki fyrr en 1939, heilum
sautján árum síðar, sem Finnegans Wake leit dagsins Ijós. Hafi
mönnum þótt Ulysses torskilin þá bliknar hún í samanburði við
flækjurnar og gáturnar sem bíða lesandans í þessari síðustu bók-
menntalegu dómkirkju sem æðsti presturinn reisti. Hún er annað
og meira en skáldsaga og tungumálið sem hún er rituð á er annað og
meira en enska. Líkt og í sumum af síðustu leikritum Shakespeare
má greina vissa óþolinmæði gagnvart tungumálinu; það er eins og
Joyce hafi fundist hann vera búinn að fullnýta enskuna. Þar sem
bókin öll gerist í sofandi óvitund kráareiganda nokkurs í Dublin þá
er viðeigandi að hún sé skrifuð á draumatungu, dreamspeak, til að
miðla hugmyndum sínum um sögulegan og goðsögulegan veruleika
sem kráareigandann dreymir. Þessi epíski, risavaxni draumur hans
á að fela í sér allar hliðar mannlegrar tilveru, allt mannanna líf og
sögu. Verkið samanstendur af þéttriðnu neti prósa sem teygir sig yfir
mörg hundruð síður og efnið í netinu er draumatungan, nýyrði sem
eru soðin upp úr sálarlífi Joyce sjálfs, orðaleikir sem mynda teng- |
ingar milli margra evrópskra tungumála enda var höfundurinn
nánast altalandi á ítölsku, frönsku og þýsku auk þess að vera einkar
vel að sér í latínu og forngrísku. Orðaleikirnir krefjast þess jafnvel
að vera lesnir upphátt, helst með sterkum Dublin-hreim til að verða
skiljanlegir og leyfa takti prósans að stuðla að skilningi. Orðaleikir
höfðu reyndar verið áberandi í textum hans frá fyrstu tíð og það má
eyða drjúgum tíma við að rýna í texta Dubliners og finna þar ný og
ný lög merkingar, því höfundurinn naut þess að troða í smásögur- ]
nar eins mörgum orðaleikjum og hann gat; að nota orðaleikina til að
bergmála þemu sem kallast á með lúmskum hætti í gegnum bókina
alla. Hann var jú konungur völundarhússins eins og rætt var í
byrjun. í því samhengi má sjá síðasta stórvirkið sem hápunkt ævi- [
langrar þróunar, þegar tungumálið sjálft, orðaleikirnir, verða alls
ráðandi í textanum og þemun sem þeir endurspegla stíga út fyrir
ramma sögunnar og skipa sér í forgrunn prósans. Hér er enginn