Mímir - 01.05.1980, Page 5
ÞORIR OSKARSSON:
SPREK Á ELDINN
Hugmyndaleg einkenni
i.
I skáldaumræðum árið 1958, sem færðar
voru á prent í tímaritinu Birtingi sama ár,
bar það helst til tíðinda að einn höfuðfor-
sprakki íslenskrar nútímaljóðagerðar, Hannes
Sigfússon, lýsti því yfir að nútímaljóðið væri
úrelt; það hafi ekki þróast nægilega ört frá
stríðslokum og sitji því fast í hefð annars
tíma. Hannes segir:
Mér finnst nútímaljóðið ekki fært um
að gegna því hlutverki sem ljóðlistin á að
gegna nú á dögum — af því að það er í
eðli sínu jafn innhverft og það var fyrir
rúmum áratug; vegna þess að það hefur
ekki þróazt með tímanum og hlýtt kröfu
hans um uppreisn, kveðið sér hljóðs, tek-
ið af skarið!1
Hins vegar lifi mannkynið nú býsna við-
sjárverða tíma. Breytt heimsmynd knýi skáld-
in til að endurskoða viðhorf sín varðandi
hlutverk og gildi skáldskapar. Til þess að
lýsa nýjum veruleika og túlka nýja afstöðu
eða lífsvitund verði skáldin að finna sér betri
miðil en hið innhverfa nútímaljóð.
Kalda stríðið heldur áfram og atóm-
öldin fellir skugga feigðarinnar yfir hnött-
inn. / — / Skáldin gera sér nú ljóst að
það er knýjandi nauðsyn að hefja sókn
gegn þeim öflum sem teyma mannkynið
æ lengra fram að hengiflugi nýrrar styrj-
aldar, enda blasir við alger tortíming ef
til kæmi. Þannig er nútímaljóðið nú statt
í sjálfheldu: annarsvegar vantraustið á
orðinu, hinsvegar brennandi þörfin til
andófs, til uppreisnar. Það felst sem sé
ákveðin mótsögn í því að yrkja á tákn-
máli og ætla þó orðum sínum að hafa
bein og víðtæk áhrif.2
Og Hannes lýkur máli sínu með þessum
orðum:
Tíminn, aldarhátturinn, ber í sjálfum
sér þá kröfu til okkar að við hættum að
svíkja lit, að ísl. skáld verði að nýju
fullgildir þátttakendur í menningarbaráttu
nútímans. / — / Það er skoðun mín að
ísl. nútímaskáldum sé nauðsynlegt
að sigrast á vantrausti sínu á orðinu, þeirri
vanmáttarkennd sem nú gerir þá að ein-
rænislegum föndrurum við heldur væru-
kært tilfinningalíf. Ég held að tími hins
skorinorða ljóðs sé kominn!3
í þessum orðum kemur fram býsna djúp-
stæður ágreiningur við sjónarmið módern-
ískra skálda sem höfnuðu þjóðfélagslegum
efnum í verkum sínum og virkri afstöðu til
vandamála samtíðarinnar, samanber orð
franska skáldsins Mallarmés: ,,Rektu veru-
leikann úr ljóði þínu því hann er lítilmót-
legur.“4
3