Mímir - 01.05.1980, Page 10

Mímir - 01.05.1980, Page 10
djúpinu, fegurri og gjöfulli en nokkru sinni fyrr. Senn blikar oss einnig í djúpinu stjarna við stjörnu dropar á vatni deplandi ljósmerki lárétt fljúgandi blóm heilt sólkerfi af ljósum djúpt undir iljum vorum nálgast og verður oss nákomin jörð ný og lokkandi frjótt og bvlgjandi líf. (bls. 28) Þannig má segja að Vetrarmyndir ár lífi skálda fjalli einkum um vandamál og gildi skáldskapar nú á dögum; hvort skáldin eigi að vera virkir þátttakendur í þjóðfélagsum- ræðum eða einungis „einrænislegir föndrar- ar við heldur værukært tilfinningalíf“. Víst er að Hannes telur að skáldskapur geti haft áhrif á samtíðina og reyndar er það krafa hans að skáldin geri ljóð sín að vettvangi bjóðfélagsumræðna, samanber orð hans í fyrrnefndum skáldaumræðum: Eða ætti ekki ljóðið að vera skáldinu eðlilegri vettvangur en ræðustóllinn?13 Til einföldunar á hugsunargangi Hannes- ar í Vetrarmyndum má ef til vill setja helstu atriðin inn í grunnlíkan Greimasar. SUMAR (LÍF) samlíf manns og mold- ar, sjálfstæð og frjó ___ menning. ný lífsvitund (sósíal- ismi) með athafnasemi og skorinorðum ljóð- um. VETUR (DAUÐI) einangrun manna, >-fengsl þeirra við land- ið rofna, ósjálfstæði og upplausn menningar. aðgerðaleysi og doði samfara óvirkum og innhverfum ljóðum módernistanna. Þó að þetta ferli sé nokkurs konar hring- rás, frá sumri til veturs og svo aftur til sum- 8 ars, er engan veginn um neitt afturhvarf að ræða hjá Hannesi. Ferlið liggur frá lífi til dauða og svo áfram til endurfæðingar. Kjör- orð Hannesar eru: Stöðvum veruleikaflótt- ann, en hefjum sókn gegn þeim „vofuher sem ver okkur landið“. En þetta mun koma betur í ljós hér á eftir. IV. I Viðlölum og eintölum birtist svo fram- lag Hannesar til vakningar og baráttu fyrir nýjum heimi. Viðtöl og eintöl eru þrettán ljóð, þar af eru fyrstu fimm einn samfelldur nafnlaus bálkur. Þar útmálar Hannes fyrir lesendum stöðu nútímamannsins í tæknisam- félagi atómaldar og lýsir liugmyndabeimi bessarar veraldar þar sem firring og sundur- bútun alls er ríkjandi. Öll heild er horfin, hið áður fastbundna efni hefur verið leyst unp í öreindir sínar og tími og rúm eru orðin afstæð, hverful og ómælanleg. Veröldin er í einu orði sagt yfirskilvitleg. Einstaklingurinn (borgarinn) er eins og útlendingur í þessum heimi, fullkomlega hiálparvana fórnarlamb óskiljanlegra og fiandsamlegra afla; líður best í ljósaskiptun- um þegar gamalkunnug form birtast. þessi elligræna koparstunga: tungl og stjörnuglingur kristilegra barna (bls. 31) Eini fasti punkturinn í tilverunni. Eða ]:>að reynir hin klofna tunga að telja okkur trú um meðan myrkrið hylur sannleik dags- ins. En að morgni þegar ljósið læsir greipum sérhvern hlut og skorðar sófa borð og stóla skríður allt í skel og hniprar sig í kufung Við erum meðal hinna dauðu minjagripa á sýningu dagsins

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.