Mímir - 01.05.1980, Síða 12

Mímir - 01.05.1980, Síða 12
Orð okkar væru helzt yfir skilvitlegur skáldskapur (bls. 38) Og að dómi Hannesar er mælirinn löngu fullur. Hann hvetur því menn til að stinga við árum og athuga sinn gang. Nú skulum við horfast í augu og neyta þess að við erum enn á lífi búnir holdi og blóði í gervi manns sem myndi verða okkur hvöt til að berjast neita að láta óttann ræna okkur staðhelgi og stugga okkur sem reyk og blaktandi skuggum frá þessum heitu lindum . . . neita að búa lengur í fjarlægð og neita að vera útlagar okkar sjálfra (bls. 39) Þannig boðar Hannes nýtt raunsæi. Við skulum stíga niður úr ómælinu (hugarfylgsn- unum) og á jörðina (hinn hlutlæga heim). Viðurkennum sem staðreynd hinar sögulegu og samfélagslegu aðstæður og berjumst fyr- ir tilveru okkar sem menn, fyrir rétti okkar sem einstaklingar og sem þjóðfélag. Jörðin er staður okkar og dagurinn í dag sú stund sem við lifum. Tökum höndum saman og berjumst fyrir lífí okkar meðan enn er ein- hver von. Sagan gefur það til kynna að með óbreyttu líferni væri okkur eðlilegast að gefast ein- faldlega upp — viðurkenna ósigur mann- kynsins sem staðreynd. Gærdagurinn er ein- ungis heit brunarúst og á „þeflausum“ hug- sjónum okkar er enga framtíð að byggja. Og það er kannski eins gott. Ef alls er gætt er öllum hollast að allra hugsjón fæðist þurr og visin og verði aldrei holdi klædd Það kyndir enginn bál að beinum! (bls. 41) En þó að hugsjónir okkar séu ófrjóar er ekki hægt að segja það sama um viðleitni okkar til að skara eld að eigin köku. Því í samkeppnisþjóðfélagi nútímans hefur það sýnt sig að sviksemi er sú list sem mest er í hávegum höfð. Þannig einkennast allar at- hafnir okkar af flærð og fláttskap. Og Hannes vill meina að kristileg hugmynda- fræði (túlkun eða öllu heldur rangfærslur manna á orðum Krists) eigi ekki hvað minnst- an þátt í þessum ósköpum. Þannig verða orð Krists um syndafyrirgefningu mönnum skálkaskjól fyrir frömdum ódæðum og ekki síst „gjaldmiðill að nýjum glæpum“. — o — Þó að þau átta ljóð sem enn teljast til Viðtala og eintala séu á vissan hátt slitin úr tengslum við fyrri partinn er viðfangsefnið enn hið sama og heldur verður skáldið skor- inorðara eftir því sem á kaflann líður. Það sem helst greinir milli fyrri hlutans og hins síðari, er að í þeim fyrri fjallar skáldið mjög almennt um heimsástandið, en í hinum síðari verður takmörkun efnis meiri og nær sú tak- mörkun líklega hámarki í Ijóðinu Mr. Dulles á sjúkrabeði. Það einkennir þessi ljóð mjög, eins og raunar ljóðabókina í heild, að þau eru ort á æði viðsjárverðum tímum. Stíllinn er þannig mjög í teiknum ógna og feigðarspáa. Aðeins síðasta ljóðið, Vaknandi birtan, er einhvers- konar mótvægi gegn svartagallinu, að öðru leyti er myrkrið og vonleysið algert eins og ljóðið I vösum næturinnar vitnar svo glöggt um: Allar áttir voru týndar og enginn vissi framar hvar sólin myndi koma upp Sumir töldu að nú væri síðbúið kvöld og síðan nótt jarðar (bls. 47) Kapphlaupið um vopn og völd er enda í algleymingi. Jörðinni hefur verið skipt upp í reiti milli stórveldanna 10

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.