Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 14

Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 14
sér að spyrja: „Kannski blæðir birtu . . .?“ I Vetrarmyndum úr l'tfi skálda hafði mögu- leikinn eða vonin vikið fyrir fullvissu, en sú fullvissa var að vísu bundin fjarlægð: „Senn blikar oss einnig í djúpinu stjarna . . .“ I Vaknandi birtunni er fjarlægðin orðin að nánd. Vorið er í sjónmáli. Óskin um að stríðsmennirnir hverfi er að rætast. Sjá það verður: Sól hækkar á lofti og hvarmar gjánna kiprast hægt og háturnar borganna fella aðeins gullin öx . . . (bls. 67) V. I rökréttu framhaldi af sólarupprásinni í Viðtölum og eintölum kemur ljóðabálkurinn Landnám í nýjum heimi („Sjá roðann í austri“), fagnaðaróður til sósíalismans og rússnesku byltingarinnar. Á meðan það þjóð- félag sem skáldið býr í er að ganga sér til húðar, er einungis „hálfétnar leifar af lífi þín sjálfs“, eru miklir atburðir að gerast í fjar- lægu landi sem áður var eins og „ládauður stöðupollur“, grænn og gróinn af gamalli hefð. Hinir áður undirokuðu hafa risið sam- einaðir gegn kúgurum sínum og skapað sér nýtt þjóðfélag. hverfðust úr forneskju framandi nætur heim undir sólhvelfdan himin og dag: (bls. 79) Fjölskylda þjóðanna furðuleg staðreynd fagnaði sigri í sjöttungi heims (bls. 81) í ljóðinu Þjóðlífi í Viðtölum og eintölum lýsti Hannes þjóðlífi í ríkjum samkeppnis og einstaklingshyggju. Þar voru sviksemi og græðgi allsráðandi. Jafnvel vorbjartan dag- inn þegar síst skyldi voru ýmis teiltn á lofti miður friðvænleg. Því undir glóandi hjálmunum sér í aðsjál augu andlit hvít eins og vax og læst eins og búr lokaðar býkúpur suðandi af gráðugum sveimi svartra hugrenninga í flugnaham sem bíða lævísar færis að fljúga sem drekar um fjölbýli gróðursins myrkt og sortnandi ský og draga sér gullið hunang af hverri krónu. (bls. 56) í hinu nýja landnámi sósíalismans er hins vegar annað uppi á teningnum. Einstaklings og stríðshyggjan eru dauð, „kveldriður vetr- arins“ hafa verið hnepptar í svartholið og enginn er lengur „níðhöggur náunga síns“. Grunsamur einfarinn öðlaðist vissu: Menn voru bræður og bræðrungar hans! (bls. 80) Og það er til þessa þjóðskipulags sem hug- ur skáldsins leitar. Samvinna og bræðralag er það sem koma skal. Sósíalisminn, hin nýja lífsvitund, megnar einn að stöðva hel- stefnuöflin. Við skulum láta roðann í austri brjóta okkur braut til nýs tíma. VI. I fyrrnefndum skáldaumræðum í Birtingi komst Hannes Sigfússon svo að orði: Nú finnst mér, að við lifum ákaflega örlagaríka tíma. Og það er mjög merkilegt, næstum dularfullt, hvað þess gætir lítt í okkar skáldskap.14 Með Sprekum á eldinn hefur Hannes hins vegar rekið af sjálfum sér slyðruorðið, því ekki verður annað sagt en ljóðabókin endur- spegli þann tíma sem Ijóðin eru ort á og þau 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.