Mímir - 01.05.1980, Síða 14
sér að spyrja: „Kannski blæðir birtu . . .?“
I Vetrarmyndum úr l'tfi skálda hafði mögu-
leikinn eða vonin vikið fyrir fullvissu, en sú
fullvissa var að vísu bundin fjarlægð: „Senn
blikar oss einnig í djúpinu stjarna . . .“ I
Vaknandi birtunni er fjarlægðin orðin að
nánd. Vorið er í sjónmáli. Óskin um að
stríðsmennirnir hverfi er að rætast.
Sjá það verður: Sól hækkar á lofti
og hvarmar gjánna kiprast hægt
og háturnar borganna fella aðeins
gullin öx . . . (bls. 67)
V.
I rökréttu framhaldi af sólarupprásinni í
Viðtölum og eintölum kemur ljóðabálkurinn
Landnám í nýjum heimi („Sjá roðann í
austri“), fagnaðaróður til sósíalismans og
rússnesku byltingarinnar. Á meðan það þjóð-
félag sem skáldið býr í er að ganga sér til
húðar, er einungis „hálfétnar leifar af lífi þín
sjálfs“, eru miklir atburðir að gerast í fjar-
lægu landi sem áður var eins og „ládauður
stöðupollur“, grænn og gróinn af gamalli
hefð. Hinir áður undirokuðu hafa risið sam-
einaðir gegn kúgurum sínum og skapað sér
nýtt þjóðfélag.
hverfðust úr forneskju
framandi nætur
heim undir sólhvelfdan
himin og dag: (bls. 79)
Fjölskylda þjóðanna
furðuleg staðreynd
fagnaði sigri
í sjöttungi heims (bls. 81)
í ljóðinu Þjóðlífi í Viðtölum og eintölum
lýsti Hannes þjóðlífi í ríkjum samkeppnis
og einstaklingshyggju. Þar voru sviksemi og
græðgi allsráðandi. Jafnvel vorbjartan dag-
inn þegar síst skyldi voru ýmis teiltn á lofti
miður friðvænleg.
Því undir glóandi hjálmunum sér í
aðsjál augu
andlit hvít eins og vax og læst eins og búr
lokaðar býkúpur suðandi af gráðugum
sveimi
svartra hugrenninga í flugnaham
sem bíða lævísar færis að fljúga sem drekar
um fjölbýli gróðursins myrkt og
sortnandi ský
og draga sér gullið hunang af hverri krónu.
(bls. 56)
í hinu nýja landnámi sósíalismans er hins
vegar annað uppi á teningnum. Einstaklings
og stríðshyggjan eru dauð, „kveldriður vetr-
arins“ hafa verið hnepptar í svartholið og
enginn er lengur „níðhöggur náunga síns“.
Grunsamur einfarinn
öðlaðist vissu:
Menn voru bræður
og bræðrungar hans! (bls. 80)
Og það er til þessa þjóðskipulags sem hug-
ur skáldsins leitar. Samvinna og bræðralag
er það sem koma skal. Sósíalisminn, hin
nýja lífsvitund, megnar einn að stöðva hel-
stefnuöflin. Við skulum láta roðann í austri
brjóta okkur braut til nýs tíma.
VI.
I fyrrnefndum skáldaumræðum í Birtingi
komst Hannes Sigfússon svo að orði:
Nú finnst mér, að við lifum ákaflega
örlagaríka tíma. Og það er mjög merkilegt,
næstum dularfullt, hvað þess gætir lítt í
okkar skáldskap.14
Með Sprekum á eldinn hefur Hannes hins
vegar rekið af sjálfum sér slyðruorðið, því
ekki verður annað sagt en ljóðabókin endur-
spegli þann tíma sem Ijóðin eru ort á og þau
12