Mímir - 01.05.1980, Síða 16
ViÐTAl V!Ð ÓSKAR HALLDÖRSSON
Óskar Halldórsson er fyrir löngu lands-
þekktur fyrir störf sín að íslenskum fræðum,
hefur skrifað um bókmenntir og annast út-
gáfur. Hann hefur nú fengið eins misseris
rannsóknarleyfi, en heyrst hefur að hann
muni segja upp stöðu sinni við HI í haust.
Þess vegna biðum við í ritnefnd Mímis ekki
boðanna og gerðum tvo blaðamenn út af
örkinni til að spjalla lítillega við Óskar.
Óskar er fæddur árið 1921 í Kóreksstaða-
gerði á Héraði. Eftir að hafa kennt í nokkur
ár tók hann stúdentspróf frá MR 1953 og
cand. mag. próf frá HÍ 1958. Óskar stund-
aði námið utanskóla og kenndi með. Kennsl-
an hefur því verið ævistarf hans en hann hef-
ur verið kennari í um þrjátíu og fimm ár.
Mímir: Hvers eðlis er þetta leyfi sem þú
tekur núna?
ÓH: Það er venjulegt rannsóknarleyfi sem
við háskólakennarar eigum öðru hverju kost
á samkvæmt kjarasamningi. Önnur vinnu-
skyida fellur þá niður á meðan.
Mímir: Hvernig stóð á því að þú byrjaðir
kennslu hér?
ÓH: 1967 vantaði kennara til að gegna
starfi lektors. Andrés Björnsson sem þá var
lektor tók að sér kennslu fyrir Steingrím J.
Þorsteinsson prófessor. Ég var þá fastur
kennari við Kennaraskólann, hafði reyndar
síðustu árin haft með höndum námsstjórn
í íslensku. Nú, mig langaði bara að reyna
eitthvað nýtt.
Mímir: Hverjir hafa verið litríkustu per-
sónuleikarnir sem þú manst eftir hérna?
ÓH: Það er oft sagt að frumlegum eða
sérkennilegum mönnum fari fækkandi en við
þurfum líka að taka tillit til þess að margir
fá skýrari lit með aldrinum. Nemendur mínir
eru flestir ungt fóllc enn. Það var gott og
gagnlegt að kynnast eldri mönnunum hér og
minnistæðastur er mér Sigurður Nordal, enda
þótt ég væri ekki beinlínis nemandi hans.
Sigurði lá alltaf eitthvað skemmtilegt og
merkilegt á hjarta þegar maður hitti hann,
vissi náttúrlega að það var hlustað á hann
en var jafnreiðubúinn að hlusta á aðra.
Mímir: Hvað er þér minnisstæðast frá
þeim árum sem þú hefur verið hér við Há-
skólann?
ÓH: Umskipti urðu mest þegar við flutt-
umst í Árnagarð 1969. Vinnuaðstaðan ger-
breyttist og svo tók Árnastofnun til starfa
hér. En hugstæðast er mér kennslustarfið
sjálft og góðar stundir með nemendum.
Mímir: Hafa stúdentar breyst til batnað-
ar eða til hins verra?
ÓH: Stúdentum í íslensku hefur fjölgað
mikið á undanförnum árum, fleiri kallaðir
en áður. Námið hér er umfangsmikið og
sjálfsagt þreytandi en ég verð ekki var við
annað en menn beri þennan kross með stakri
prúðmennsku og sæki tíma a. m. k. betur en
ég gerði. Ég vil hafa stúdenta eins og þeir
eru.
Mímir: Hver er helsta ástæðan fvrir því,
að bú segir nú upp störfum hjá Háskólanum?
ÓH: Sá tími er löngu liðinn þegar kenn-
arar gátu látið duga að innræta nemendum
einungis það sem þeir höfðu sjálfir lært í
skóla. Þekkingin færir kvíarnar út hraðar og
lengra en fyrr og háskólakennarar þurfa að
14