Mímir - 01.05.1980, Qupperneq 17

Mímir - 01.05.1980, Qupperneq 17
vera vel á verði, annars er hætt aö að þeir fari fljótt að haltra á eftir. Háskólanám er þekkingarleit svo að kennslan verður að vera hvetjandi, fremur með spurningum og efa en gömlum stórasannleik. Og til að fullnægja þessum kröfum er nú betra að vera ungur, gott að hætta hverjum leik þá hæst fram fer. Nú svo eru fleiri hliðar á þessu. Eg er ekki eins óeigingjarn þjónn kennslugreinar og Jón Ófeigsson sem sagði um þýskukennsluna: Werfen, wirft, warf, geworfen — immer gleich schön! Eg hef aldrei þraukað lengur á sama skólastigi en dálítið á annan áratug, raunar lengst hér. Og við þetta bætist svo löngunin, sem líklega eykst með aldrinum, að vilja ráða sjálfur vali viðfangsefna, en það er örðugt við óbreyttar aðstæður. Eg valdi mér prófverkefni úr ljóðagerð síðari tíma en hef einkum hafnað í fornsögum. Við kennsl- una fær maður svo pata af ýmsu sem er freist- andi að hyggja nánar að svo að rannsóknir og grúsk er eðlilegt framhald. Mímir: Hvaða verkefni eru helst á döfinni hjá bér núna? ÓH: í síðasta rannsóknarleyfi byrjaði ég svolítið að athuga Grettissögu, býst við að halda því áfram, einkum að skoða hana í anda hinnar nýju sagnfestukenningar. Mímir: Hver er staða íslenskra bókmennta- rannsókna um þessar mundir? ÓH: Ég ætla sosum ekki að fara að hefja bær neitt til skýjanna, samt held ég að þær hafi aldrei verið betur á vegi staddar en ein- mitt nú. Rannsóknastofnanir hafa risið upp og félög sem styðja slíkar rannsóknir eru ekki með minna lífsmarki en löngum áður, en af hvoru tveggja leiðir að fleiri fást við bók- menntarannsóknir í einhverri mynd. Þar er hlutur íslensku- og bókmenntafræðinga meiri en áður, sömuleiðis í almennri bókmennta- umræðu og gagnrýni. Mímir: Hvernig er háttað innbyrðis sam- bandi fræðimanna? Vinna þeir oftast sam- an eða hver í sínu horni? ÓH: Menn vinna nú mest hver í sínu lagi hér en við berum oft saman bækur í óform- legum samtölum og lesum stundum ritsmíðar hver fyrir annan. Á þann hátt er styrkur að sambýlinu. Sum verkefni á vegum Rann- sóknastofnunar í bókmenntafræði eru líka unnin í nokkurri samvinnu, svo sem bók- menntaorðabókin, sem Jakob Benediktsson ritstýrir, og ritröðin íslensk rit. Mímir: Getur ekki stundum hitnað í kol- unum þegar menn eru ósammála um fræði- leg efni? ÓH: Jú, en ekki hefur það komið að sök á þessum vinnustað svo mér sé kunnugt, en það hefur kannski kviknað í útfrá ein- hverju öðru. Mímir: Hafa bókmenntafræðingar að þínu áliti komið sér fyrir í fílabeinsturni, eða hvernig er háttað sambandi þeirra við aðra bókmenn taunnendur ? ÓH: Kennslustarfið hér gefur okkur auð- vitað ekki samband við bókmenntaunnendur almennt, rannsóknir út af fyrir sig ekki held- ur. Til þess þurfum við að skrifa, fjalla um bókmenntir í fjölmiðlum, starfa í bókmennta- félögum o. s. frv. Eitthvað gerum við af þessu, en hvort nóg er verða aðrir að meta. Mímir: Hvert er eða ætti að vera helsta hlutverk bókmenntarannsakara? ÓH: Til þess að svara spurningunni þyrfti að halda námskeið í bókmenntafræði og rann- sóknaraðferðum. Ég bendi á námskeið nr. 40.10 og 40.22. Mímir: Þú fellir þig þá alveg við þær að- ferðir sem hér eru notaðar og kenndar? ÓH: Þegar ég vísa til þessara námskeiða á ég einungis við að þar er reynt að svara þessari spurningu með því að kynna og skýra þær aðferðir sem við vitum að notaðar hafa verið við bókmenntarannsóknir. Sjálfur tel ég öngva þeirra algilda en óhjákvæmilegt að þekkja þær. Mtmir: Ertu sammála nýlegum rannsókn- araðferðum sem vilja skoða fornbókmennt- irnar fvrst og fremst sem heimildir um þjóð- félagið? 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.