Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 21
Kolbeinn telji sig einfaldlega syndugan
mann, kominn upp á náð guðs, eða hann
hafi verið hirðulaus um guðsorð framanaf
en síðan „frelsast“ eins og nú mundi kallað.
Fjarveru galdranna úr kvæðum Kolbeins
skýrir Björn Sigfússon svo, er hann fjallar
um Vikusáima hans út af Habermanns bæn-
um:
Havermann nefnir nokkrum sinnum
galdra. Þegar Kolbeinn kemur að því les-
máli textans, fer hann jafnan hjá sér, nefn-
ir lauslega illa hugi manna, þegar sam-
hengi krefst, skammar djöfulinn ofsalega
og ára hans, en steinþegir um galdra. Það
orð er ekki til í öllu kverinu hjá honum.
Þessi þögn opnar smugu, sem virðist sýna
inn í sálarlíf hans. Galdrakærur voru hon-
um of viðkvæmt mál persónulega til að
nefna kukl á nafn í guðsorði. Ef til vill
hefur hann, sem lcunni varnargaldra, hvíta-
galdur, metið í laumi íþrótt sína meir en
svo, að hann gæti fremur tekið undir
heimskudóma guðfræðingsins um hana
heldur en um sum atriði undirgefni og sið-
ferðis.11
Það er að sjálfsögðu ekki ómögulegt að
Kolbeinn hafi fengist við varnargaldur þó
hann geti þess ekki í kvæðum sínum eins og
Björn bendir á. Ennþá sennilegra er að hann
hafi beitt skáldskapnum sem vopni þegar
svo bar undir — jafnvel kveðið niður drauga.
I kvæðunum er Kolbeinn trúarskáld, kveð-
skapur hans bænamál til drottins, vörn gegn
óvininum, heilræði og varnaðarorð. Hann er
biblíufróður og notar sér það óspart til að
styrkja kenning sína og boðskap. Galdra-
manninn er þar ekki að finna.
Kolbeinn bjó í Einarslóni skammt frá
verstöðinni í Dritvík og fleiri verstöðvar eru
skammt undan, t. d. Beruvík. Fjöldi ver-
manna, ungir menn, var í þessum verstöðv-
um um vertíðir og Kolbeinn hefur áreiðan-
lega sjálfur stundað útræði. Meðal vermanna
hefur Kolbeinn því verið vel þekktur og
einnig kveðskapur hans. Stöðug fangbrögð
hans við djöfulinn í skáldskapnum hafa orð-
ið mönnum umræðuefni og jafnvel höfð í
flimtingum. Það verður að teljast senni-
legt að kveikjan að þjóðsögunni um viður-
eign Kolbeins og kölska hafi myndast í ver-
stöðvunum og þá einnig galdraorðið sem af
honum fór. Þetta hefur verið viðkvæmt mál
fyrir mikinn trúmann sem Kolbein og skáld
sem mat íþrótt sína mikils. Hann kvartar
oft undan illu umtali í kvæðum sínum, og í
einum mansöng Sveins rímna talar hann um
óheiðarlega bókmenntagagnrýni:
Miklu heldur last um láð
ljóðasmiðunum verður tjáð
löngum fyrir litla sök;
Ijós eru víða til þess rök.
Vant er að breyta veröldu í
so verði maður hneyksla frí.
Mörg er tungan misjafnet trú
mjög er tíð í vexti sú.
Víst mun enginn, virðist mér,
veröldu í so fæddur hér,
sem að ekki brigzlin bráð
bæði líði spott og háð.12
Kolbeinn Grímsson verður ekki talinn
stórskáld en er þó vel hlutgengur með skáld-
um. Eddumennt hans er nokkur en víða eru
kvæðin kaldhömruð og auðvelt að finna í
þeim hortitti þó þar megi einnig finna lip-
urð og létta kveðandi. Dómar lærðra eftir-
komenda Kolbeins um skáldskap hans eru
næsta ómjúkir svo það lætur nærri að þeir
færi orð kölska yfir á allan kveðskap hans:
„Það er ekki skáldskapur að tarna, Kol-
beinn.“ Jón Grunnvíkingur segir svo um
Grettis rímur Kolbeins: „. . . sýnast þær þó
ei óvíða skáldfíflaskap en skáldskap nær
gánga.“18 Séra Þorsteinn Pétursson á Staðar-
bakka fjallar um Kolbein í Lærdómssögu
sinni um 1780 á þessa leið:
19