Mímir - 01.05.1980, Side 22

Mímir - 01.05.1980, Side 22
Kolbeirn Grijmsson ölærdur liet eftir sig kvæde allmórg bæde helg og heidinw, hvorra hid hellsta Eru Viku Psalmar utaf Stegman«i Bænaboc Prenwtader á Holuw, han« hefur og ort Dijrdardict, med fávijs- legre framhleipne Vogande ad handtiera gudlega hlute umm Jardteikner og pijnu frelsaranws, hvoria han« hefur Vanhelgad med heimskulegumw og liötum glösum, auk anwara þeirra lasta sem eru i hans kvæduwz; hann blandar og þar sama« Vid dárleguw settninguw Pápistan«a. Hann hefur og giórt Rijmur af Sveine Mukssijne, Samhendar sæmelega, enn upp- filtar med hlægelegre dirfsku, skáldskapör ordatiltæke firir utanw bligdan, utann Vit (sine fronte, sine mente) Hann hefur og qvedid Grettis Rijmur, ad miklu leiti lijdanwlegar, þo er þar fá Erinde ad fin«a, sem ez'gi sie misgiórt á möte skalda snille þar er og margt samblandad, af atruguw qvedskap, sem sijner þad madurin« hefur verid af nátturun«e fæddur til skáldskap- ar, Enn af hröse fávijs almuga, hefur hann upphrokast til dárlegra þánka um siálfanw sig, þad er og sagt han« hafi Kveded Rijm- ur ut af Niálu, En« of stuttar, og utelukt mikid af Efninu þess vegna; Raup hanwz siest á þessu Rijmu Erinde. ad mæla öd, og midla liod mier er lient og fullvel hent, tals umm slöd, þvi tunganw fröd, er tignum spen«t, á alla mennt!14 Séra Porsteinn lætur þess ekki getið að vísan er ort undir hætti sem Kolbeinn fann sjálfur og við hann er kenndur, Kolbeins- lagi. Auk þess fer Porsteinn rangt með vís- una og gerir þannig meira úr drýgindum Kolbeins en efni standa til. Vísan er í Sveins rímum: Að mæla ljóð og miðla óð mér er lént og allvel hent, tals um sjóð er tungan fróð tignum spennt á orðamennt.1 u Varla verður það lagt Kolbeini til lasts þó hann blandi kvæði sín „dárlegum settning- um Pápistanna“. Hér er sjálfsagt um að ræða alþýðlega, kaþólskublandna guðfræði Kolbeins ásamt hans eigin skilningi á efn- inu sem ekki hlýtur náð fyrir augum hins lærða guðfræðings. Kolbeinn er meira metinn meðal hinna ólærðu. Guðmundur Bergþórsson segir um hann í Olgeirsrímum: Kolbeinn fróði Grímsson greindur glans er Vestur sveita, stýrt hefur óði stíms von reyndur stefs um festu reita.10 Gísli Konráðsson segir í þætti sínum um íþrótt Kolbeins og sléttubandarímuna í Grettisrímum: Mikið skáld var Kolbeinn á sínum dög- um, ok nálega mátti hann kveða hverjum manni dýrara . . . Þykir sú ríma best kveðin, sem víðar þar Kolbeinn kvað sem dýrast.17 Víst er ágæt vísan sem Gísli tilfærir sem dæmi. Alda rjúka gjörði grá golnis spanga freyju, kalda búka fluttu frá frændur Dranga eyju. Raunsæjastur er e. t. v. Geir Vigfússon cn hann skrifar aftan við handrit sitt af Skilnaðarskrá: Þetta kvæði hefi eg fundið í gömlum skruddum og þókti mjer vert að skrifa það að nýu vegna ens forna skáldskapar er á því finst sem nútíðar skáldum vorum mun nú þykja ekki sem snjallastur.18 20

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.