Mímir - 01.05.1980, Síða 25

Mímir - 01.05.1980, Síða 25
Um þetta blítt eg þriðja bað, þýðlegt hugarfarið, landfallið ber mig heim í varið. 12. Stoltan vilda eg stýrimann í stafni fyrir mig telja, Jesús guðsson heitir hann sem helst kann leiðir velja, farþegana24 flytja kann friðarlands á hafnarkró, aftur heim af illum sjó. Sá heldur öll þau heit með sann sem hefur oss áður svarið, landfallið ber mig heim í varið. 13. Seglið upp eg vinda vil það verkað er með sóma, orðið guðs þar undir skil og Evangelí ljóma, heilagur andi hjálpar til með hýrum blæ það áfram dró, aftur heim af illum sjó, föðurlands í eilífan yl svo ekki sakar parið, landfallið ber mig heim í varið. 14. Varið kalla eg vængjaskjól volduga drottins góða, þar skín réttlætis skæra sól, skaparinn allra jrjóða, nafnkunnugan náðarstól nefni eg þann á krossi dó, eg hefi róið illan sjó. Um himin og gjörvöll heimsins ból25 honum ei þakkir20 sparið, landfallið ber mig heim í varið. 15. Þetta iðju sónar safn svo til þagnar dregur, við aflinn smiðju er mitt nafn og ókrókóttur vegur. Lífs á miðju laginu höfn láti oss ná, sem fyrir oss27 dó, eg hefi barið illan sjó, Austra viðju Ægis hrafn en láti hálf farið, landfallið ber mig heim í varið. 5. UM KVÆÐIÐ. a) Efni — höfundarafstaða. Efni kvæðisins má skipta í tvo hluta. Fyrri hlutinn (1.—9. er.) fjallar um manns- ævina. Etenni er líkt við sjóferð eða sjó- hrakninga. Mannlegum breyskleikum, freist- ingum, ástríðum og syndum, sem hrekja menn frá guði og guðrækilegu líferni en í klær satans, er líkt við náttúruöflin, storma, stórsjó og þoku, sem hrekja sæfarendur og leiða þá í hafvillur. í síðari hlutanum (10. —15. er.) er lýst þeim útbúnaði „sálarskips- ins“ sem tryggir farsæla siglingu. Siglinga- búnaði skipsins er líkt við hluta heilagrar þrenningar og rétttrúnað, en góðu hugarfari við blíða náttúru (í 11. er. — þar sem iðr- uninni er líkt við „liðuga strauma“). Siðfræði Kolbeins leggur ekki áherslu á háttalag manna en meira á huglægar orsakir breytninnar. Náttúruöflin eiga sér huglægar fremur en hlutlægar samsvaranir í sálinni. Það eru illar girndir, holdsins lyst, ástríður, slæm samviska og slíkar syndir sem hrekja menn og flæma „réttu landi föðurs frá“. I 4. er. örlar á þeirri skoðun (sem kemur skvrar fram í öðrum kvæðum), að satan sjálfur sé höfundur þeirrar kenningar að mannskepnan megi búast við eilífri út- skúfun og raunar virðist Kolbeinn ekki hafa farið varhluta af þessarri hugmvnd siálfur. Kvæðið á að lýsa hans eigin lífs- hlaupi eða sinnaskiptum þó það hafi einnig almennari skírskotun. Af fyrri hluta þess má ráða að hann telji sjálfan sig hætt kom- inn vegna synda sinna. Hvergi minnist hann þó á galdra eða því um líkt sem þjóðsagan rómar hann sem mest fyrir. Nálægð satans kemur e. t. v. skýrast fram í 4. er., sem áður er getið. og í 8 er., „Hafs að auga hart svo nær / í heimsku villu renndi . . .“, og þar kemst Kolbeinn næst því að játa á sig ein- 23

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.