Mímir - 01.05.1980, Qupperneq 35

Mímir - 01.05.1980, Qupperneq 35
ÚTSKÝRINGAR VEGNA LISTA YFIR VIÐURKENNDAR FLEIRTÖLUMYNDIR Oft er erfitt að meta nákvæmlega hvað er rétt og hvað rangt, en dæmin hér á undan sem merkt eru með . .*“ eru viðurkennd sem ,,rétt“ þar sem þau hafa réttar ft.-ending- ar, þó að venjulegar fónólógískar reglur virki ekki (eða virki rangt). Þannig eru einnig við- urkennd orð á myndalista A sem rétt, hafi þau rétta endingu, þó að þær myndir séu rangar fónólógískt séð. Má þar með viður- kenna myndir eins og kjóllar, sögir, bókur, pannur, pennur, hamarar, gaffalar, gaffallar, töngur og töngir. Hins vegar verða þekkt hgk. orð ekki tal- in rétt þótt þau séu endingarlaus í et. (og því líka —0 í ft.) og barnið noti sömu mynd í ft. og í et. ef hljóðverpt mynd er rétta ft,- myndin. Þannig er blað og tjald ekki tekið gilt sem ft. (f. blöð, tjöld). Þetta á því við í dæmum þar sem hljóðvarpið er eina ft.- markið (beygingarendingin er —0 morfem). Sama á þá við um óþekktu hgk. orðin sam- svarandi (á myndlista B): darm/dörm, þal/ þöl, (glas/glös), kas/kös og gaf/göf. Aftur á móti á ekki að koma hljóðvarp í hgk. orð- unum gór, (buni) og lún, en þessi orð hafa —0 endingarmorfem bæði í et. os ft. og eru því eins í báðum tölum. Getur því verið villandi að telja að barn sem hefur réttar ft.- myndir í þessum tilfellum, hafi náð valdi á ft.-myndun þessara orða ef það hefur ekki ft. rétta í öðrum orðum. Þ. a. 1. er hugsanlegt að álykta að talning okkar á réttum og röng- um myndum sé ekki alltaf marktæk. Þegar fullorðnir (eða börn) hafa beygt til- búnu orðin (af myndalista B) líkt og óreglu- leg þekkt orð höfum við ekki viðurkennt þær myndir sem réttar. Má þar nefna tór (sbr. ft. skór), bíkur og sútur (sbr. ft. fætur, vetur og fingur) og býs (sbr. mýs og lýs, en ath. hins vegar krúsir). Orðmyndina þetirar höfum við talið ranga þar sem myndin lítur út fyrir að vera ana- lógía við þekktar myndir eins og hellirar sem er venjulega talin „rangt mál“ (a. m. k. ekki viðurkennt). Orðmyndir sem gætur (f. geitur), tengjur (f. tengur), voggular (f. voggar) og kröggur (f. kröður) höfum við ekki viðurkennt sem réttar, þótt réttar beygingarendingar hafi verið notaðar, því svo virðist sem bókstaflega sé um annað orð (annað stofnmorfem) að ræða en um var spurt. Eins og hér hefur verið lýst, höfum við flokkað svör barnanna eftir því hvort við teljum þau vera rétt eða ekki. Hins vegar höfum við einnig gefið rétt fyrir myndir sem hafa e. t. v. einhverjar villur, aðeins ef þar eru réttar ft.-endingar. Má því flokka fleir- tölumyndirnar eftir því hve ,,réttar“ þær eru: 1) alveg réttar myndir, 2) réttar endingar, en eitthvað annað at- hugavert við fleirtölumyndirnar (fónó- lógískar villur), 3) alveg röng mynd (morfólógískar villur). Vert er þó að geta að þessi flokkun hefur ekki mjög mikil áhrif á niðurstöður athug- unarinnar þar sem tiltölulega fá svör komu í flokk 2). TAFLA 3. Listi yfir þær myndir sem lentu í flokki 2) og tölur yfir hve oft þær komu fyrir. Börn. Bórn. Fullorðnir. Pekkt orð. Óþekkt orð. (Óþekkt orð) kjóllar (2) bralur (1) bralur (1) sögir (2) sænnar (3) mogarar (1) bókur (1) rölir (4) sænnar (1) pennur (1) teillar (11) teillar (2) hamarar (1) tominar (2) tomisar (3) gaffalar (4) bíkurar (2) krendir (1) gaffallar (1) töngur (1) töngir (2) III. ÚRLAUSNIR BARNANNA Úrlausnir hvers einstaks barns voru unn- ar upp af eyðublöðum þar sem við höfðum skráð svör barnanna hvers fyrir sig. Tekið var þar fram í hverju villurnar voru fólgnar, 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.