Mímir - 01.05.1980, Page 50
EF AÐEINS NÓTTIN
II
I.
Ég hlusta á nóttina gráta
því að nóttin hefur vitjað mín.
Gömul kona
með norðurljósin
yfir herðum sér
sett skínandi perlum
og með tunglið
eins og gula rós
í silfruðu hárinu.
Ef aðeins nóttin léti huggast.
Ég hlusta á nóttina gráta
því að nóttin hefur vitjað mín.
Tár hennar falla
rauð eins og blóð
inn í endalaust myrkrið.
Heit stór tár.
Stór rauð tár
sem byrgja mér sýn
og fjötra mig við endalaust myrkrið.
Ef aðeins nóttin léti huggast.
Ég hlusta á nóttina gráta
því að nóttin hefur vitjað mín.
Gömul kona
með myrkrið
yfir herðum sér,
svart endalaust myrkrið,
en morgunvonina
eins og bleika rós
í signum barminum.
Ef aðeins nóttin léti huggast.
Pei, þei,
hlustið.
Hver grætur?
Ég hélt ég svæfi
en þá er einhver að gráta
úti í myrkrinu.
Ég stend á fætur
og leita — en finn engan.
Pó er grátið
rétt hjá mér — allt í kringum mig.
Ég leita áfram
en myrkrið byrgir mér sýn,
fjötrar mig.
Pei, þei,
hlustið.
Hver grætur?
Hver grætur svo sáran?
III
Gömul kona grætur.
Nóttin
með himininn svartan
yfir herðum sér.
Rauð tár
í endalausu myrkri.
Komdu gamla kona
við skulum verða samferða
til morgunsins.
(Símon Jón)
48