Mímir - 01.05.1980, Qupperneq 52

Mímir - 01.05.1980, Qupperneq 52
djöfullinn, himnaríki-helvíti) og loforð kirkj- unnar um endurlausn eftir dauðann gerði al- þýðuna vanmáttuga til að rísa upp gegn yfir- boðurum sínum. Glæpurinn mikli var að hafa fæðst inn í þennan heim, erfðasyndin fylgdi mannkyninu. I riti sínu Einn lítill sermón um Helvíli og kvalir þeirra fordæmdu telur Þórður Þor- láksson biskup „óhlýðni við yfirboðara“2 fyrstu ástæðuna til þess að menn lenda í hel- víti. Samkvæmt þessum hugmyndum fengu húsbændur eins konar guðlegt vald yfir vinnuhjúum sínum. Prestar og aðrir valdsmenn gættu þess vel að fólkið gleymdi ekki stöðu sinni, gleymdi ekki að það átti að vera ánægt með það litla sem það hafði. M. a. var gefið út bænakver sem í er þessi bæn fyrir hjú. . . . Hjálpa þú mér til að vinna í þínum ótta, með dyggð og trúmennsku við hús- bændur mína, bæði leynt og Ijóst, hjálpa þú mér til að auðsýna þeim hlýðni og hollustu, sjálfneitun og þolinmæði í minni köllun . . . Gef þú mér náð til að lifa kristi- lega, svo ég eignist eilíft líf og fái þau himnesku verðlaun, sem þú hefur heitið þínum góðu og trúlyndu þjónum, fyrir Jesú friðþægingar sakir. — Amen.3 Þetta viðhorf til lífsins hér á jörðinni kallaði Þórbergur Þórðarson „heimspeki eymdarinnar“.4 Ættfaðir austfirsku skáldanna Einar Sig- urðsson í Eydölum fæddist á kaþólskum tíma, árið 1538. Faðir hans var fátækur prestur og til að kosta soninn til náms varð hann að taka við Grímseyjarprestakalli, en það gaf meira í aðra hönd í þá daga. Einar komst í gegnum skólann og var síðan fátæk- ur prestur framan af ævi. 1589 varð Oddur sonur hans biskup í Skálholti og útvegaði hann föður sínum gott brauð í Eydölum. Eftir séra Einar liggur mikill kveðskapur, en lítið prentað. Þó átti hann um helming 50 kvæðanna í Vísnabók sem Guðbrandur bisk- up gaf út 1612. Þar er m. a. „Kvæði af stallinum Christi sem kallast Vöggukvæði.“ Nóttin var sú ágæt ein, í allri veröldu ljósið skein, það er nú heimsins þrautar mein að þekkja hann ei sem bæri. Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.5 Ekki mun vera til neinn veraldlegur kveð- skapur eftir Einar og í guðrækilegum kvæð- um hans verður ekki vart við ádeilu á vinnu- fólk. Eins og áður sagði var hann fátækur framan af ævi og hefur e. t. v. þess vegna skilið sjónarmið þess og skoðanir betur. En hann bjó vel í haginn fyrir afkomendur sína og Oddur biskup sonur hans sá um að koma systkinum sínum í hina efri stétt. Ólaf ur Einarsson (1573—1651) var hálf- bróðir Odds biskups. Hann varð hálærður maður í Kaupmannahöfn og þegar hann kom heim frá námi varð hann rektor við Skálholts- skóla en síðan prestur að Kirkjubæ í Tungu. Ólafur orti mest um guðrækileg efni en ólíkt Einari hneigðist hugur hans að djöflin- um og hans hyski. Þar er vafalaust urn að ræða merki aldarfarsins. Ólafur notaði mikið útlenda bragarhætti og var með þeim fyrstu á sínum tíma sem tókst að samræma þá ís- lenskri kveðskaparhefð. Hann orti einnig heimsádeilu, „Ættlera aldarhátt“ þar sem hann lýsir hrörnun mannkynsins og löstum fólksins. Hann ber tímana saman við kaþólska tímann og finnst allt vera á niðurleið þrátt fyrir að nú sé „komin kenning góð“.6 Ólafur varð fyrstur frænda sinna til að yrkja beinar ádeilur á vinnufólk, þar sem hann ræðst á það af heift og jafnvel grimmd. Sem dæmi um það má nefna kvæðið „Ósómi óhlýðugs vinnufólks“ sem Sigurður Nordal segir um: Það er elzta ádeila á hinar lægri stétt- ir, sem ég þekki í íslenzkum bókmentum.7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.