Mímir - 01.05.1980, Qupperneq 60

Mímir - 01.05.1980, Qupperneq 60
ana sem hann skrifaði á sínum tíma orðrétt upp eftir Einari Ólafi, Steingrími J. eða Alexander (að þeim öllum ólöstuðum)? Eftir útvarpsþáttinn um íslenskunám fyrr í vetur var haft eftir einum kennara greinarinnar, að það væri nú ekki alveg rétt að kennslu- aðferðir þeirra hefðu ekkert breyst á undan- förnum árum; nú væru þeir t. d. eiginlega alveg hættir að halda fyrirlestra. Mikið rétt; en hvað hefur komið í staðinn? Allt of oft almennt snakk um allt og ekkert: kvennamál rithöfunda, sérvitra málfræðinga, ,,rétt“ mál og „rangt“, o. s. frv. Verkefnavinna er of lítil, og nýtist illa vegna slæmrar skipulagning- ar. Leiðbeiningar við ritgerðasmíð eru nánast engar; og kennarar skila ritgerðum aldrei með athugasemdum (stundum læðist að manni sá grunur að þeir lesi þær ekki einu sinni). Skipting í umræðuhópa er alveg ó- þekkt; og yfirleitt virðast kennararnir ekkert kunna í kennslufræði. (Því má skjóta hér inn, að í vetur voru haldnir nokkrir fyrir- lestrar um kennslutækni fyrir kennara H. L Aðeins hefur frést af einum íslenskukennara þar; en sá er reyndar stundakennari). Þótt íslenskan sé fjölmenn grein og margir námsþættir kenndir, veldur fjöldi fastra kennara því, að rými fyrir stundakennara er lítið. En vegna þess hve kennararnir eru staðnaðir, eru það alltaf sömu þættirnir sem eru kenndir ár eftir ár. Meira að segja veitist stundum erfitt að finna næg verkefni fyrir föstu kennarana, vegna þess að þeir vilja ekki kenna neitt nema það sem þeir hafa aJltaf kennt. Og það er ekki nóg með að sömu námsþættirnir séu kenndir ár eftir ár; heldur halda pensúmlistarnir gildi sínu ó- skertu. Manni gæti jafnvel dottið í hug, að einhvern tíma í fyrndinni hefðu verið fjöl- ritaðar af þeim gífurlegar birgðir, sem nauð- synlega þyrfti að koma í lóg. En skyldu bless- aðir mennirnir virkilega aldrei þreytast á því að lesa sömu skáldsögurnar, greina sömu lióðin, skýra sömu dróttkvæðu vísurnar o. s. frv. á hverjum einasta vetri? (Hér er þó skylt að geta heiðarlegrar undantekningar, þar sem er Óskar Halldórsson). Ekki verður heldur séð að kennararnir fylgist mikið með hræringum í fræðigreinum sínum; a. m. k. kemur það sjaldan fram í kennslunni. Þeir viðurkenna án þess að blikna eða blána (og virðast jafnvel hróðugir af) að þeir hafi ekki kynnt sér ýmsar stefnur í grein- um sínum, sem þó hafa verið mjög áberandi undanfarin ár. Þeir standa sig líka með ein- dæmum illa við að fá Háskólabókasafn til að panta bækur sem varða íslensku og íslensk- ar bókmenntir. (Við höfum reyndar heyrt, að fyrir nokkrum árum hafi komið upp eitt- hvert missætti milli íslenskukennara og Há- skólabókasafns, með þeim afleiðingum að síðan hafi kennararnir engin samskipti við safnið, nema þá til að fá þar lánaðar bækur, sem þeir síðan liggja á von úr viti). En það er líklega rétt að hefja umfjöllun um mál- fræðingana, og taka þá fyrir í stafrófsröð. Baldur Jónsson (f. 1930) var settur lektor 1965, skipaður 1970, og varð dósent 1977. Hann hefur löngum kennt annars vegar hljóð- fræði og beygingafræði fornmáls, og hins vegar íslenskt nútímamál, bæði á BA- og kandídatsstigi. Ritstörfum Baldurs og rannsóknum má skipta í tvo meginflokka. Annars vegar eru skrif um málvöndun og málrækt. Þar má helst nefna bókina „Mályrkja Guðmundar Finn- bogasonar“ (1976), bæklinginn „Islensk málvöndun“ (1978), auk nokkurra blaða- greina. Hins vegar er máltölvunin, sem Bald- ur hefur fengist við allt frá 1972 og stund- um fengið afslátt á kennsluskyldu vegna hennar. Nú eru komin út ein 8 bindi með tölvuútskriftum úr Hreiðrinu eftir Ólaf Jó- hann. Þessar rannsóknir geta eflaust verið gagnlegar á ýmsan hátt; en lítið hafa bær þó verið hagnýttar enn sem komið er. Það er ekki hægt að verjast þeirri hugsun, að þann tíma og fé, sem í bær hefur farið, hefði mátt nýta á einhvern þann hátt sem kæmi 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.