Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 68

Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 68
Það er almenn skoðun fræðimanna að dýr geti verið fylgjur ákveðinna persóna. Thomp- son vitnar í G. Turville-Petre: . . . the beasts which Gísli saw in his dreams were fetches (fylgjur) of his ene- mies. Such fetches are rarely seen except in dreams or at the time of death.17 Höggormur og úlfur (vargurinn) væru tákn tveggja höfuðóvina manna og goða: Miðgarðs- orms og Fenrisúlfs, en aðalóvinur miðgarðs- ormsins var Þór, sem hafði svipaða afstöðu til ormsins og Óðinn hafði til Fenrisúlfs. Með því að fela nafn Þorgríms í kenning- unni „tálgríms vinar fálu“ er boðið upp á orðaleik, sem lesendur ritunartímans hafa sjálfsagt kunnað að meta. (Tál vinar fálu + gríms — tortíming jötuns + gríms = Þór grírns). Grímur var eitt af heitum Óðins og við finnum því báða liðina í nafni Þorgríms. Skýringin er einföld og snjöll, og Thomp- son bendir á að táknmál megi finna bæði í alþýðlegri sagnahefð og í lærðri bókmennta- túlkun. Hann vitnar í Paul Schach: . . . since some of the symbols emp- loyed lend themselves to both an indigen- ous folkloristic and a learned literary int- erpretation, such s}?mbolic dreams provid- ed possibilities for various types of irony. The fact in a few instances, at least, the possibilities were exploited to the utmost demonstrates both the subtle artistry of the authors as well as a considerable de- gree of literary sopbistication of the part of their public.18 Þegar draumarnir eru bornir saman við vísu Gísla fæst að minnsta kosti sönnun fyr- ir því, að Gísli sjálfur áleit Þorkel ekki sek- an, og ætti því uppistaðan í túlkun AH að vera komin að hruni. Anne Holtsmark túlk- aði ekki kvæðin en sagði: It would carry us too far to enter into an interpretation of the verses and discuss their authenticity.19 ÞORGRÍMUR NEF OG HLUTVERK HANS Það kann að virðast sem Þorgrímur nef væri langlíklegastur — vilji menn túlka hlut- verk hans bókstaflega. Hann hafi verið not- aður sem leigumorðingi, en þegar betur er að gáð felst hér vandamál tengt túlkuninni. Þorgrímur nef „var fullr af gorningum ok fjölkyngi ok var seiðskratti, sem mestr mátti verða“. Hann er ekki venjulegur mað- ur og hlýtur þess vegna að standa utan sam- félagsins. Dauðdagi hans sýnir það — hann var grýttur og kasaður hjá systur sinni, sem einnig var göldrótt. Ekki er hægt að beita sömu reglum gagn- vart slíku fólld og öðrum þjóðfélagsþegnum, og því ekki hægt að gera þá ábyrga fyrir gerðum sínum frekar en vitskert persóna verði sótt til saka nú á dögum. Hafi Þor- grímur nef verið handbani Vésteins leysir það ekki upphafsmenn glæpsins undan sekt- inni, sem eftir sem áður hvílir á bæði Þor- grími og Þorkatli. Vilji menn líta á Þorgrím nef og allt sem hann stendur fyrir sem tákn eða persónu- gerving fyrir illvilja og óhreinar hvatir þeirra fóstbræðra, verður útkoman eins. Þeir eiga báðir aðild að morðinu, eru samsekir, og verknaðurinn er aðeins framkvæmdaatriði. Þegar á að útskýra yfirnáttúrulega hluti er jafnan gripið til galdra og fjölkynngi, sbr. ástarúnir sem tákn fyrir kynhvatir. Þess vegna finnst mér hálfgert stílbrot á túlkun- araðferðum að nefna Þorgrím nef morðingja Vésteins, þó nafnið falli vel við draumaráðn- ingu Thompson. NIÐURSTÖÐUR Þótt grein Anne Holtsmark sé mjög at- hygliverð og læsileg er sá ljóður á henni, að höfundur gefur sér ákveðnar forsendur í 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.