Mímir - 01.04.1986, Page 6

Mímir - 01.04.1986, Page 6
Kjartan Arnason: Gng, græn — og yrkja ljóð! (Jm ljóðagerð ungra skálda á síðasta áratug. Eftirfarandi ritsmið var gerð á námskeiðinu Ljóðagerð eftir 1880 vorið 1985; kennari var Njörður P. Njarðvík. Hún birtist hér örlítið breytt og vonandi endurbœtt. Inngangur I þessari ritgerð verður reynt að draga upp mynd af helstu tilhneigingum í ljóðagerð yngstu skáldanna á síðasta áratug. Flestar línur í myndinni verða dregnar með all grófum penna þannig að hætt er við að „fátt verði um fína drætti“ enda tilgangurinn fremur að rissa upp útlínur en að gera einhvern allsherjar upp- drátt af tímabilinu. Stuðst er við verk eftirtal- inna skálda: Antons Helga Jónssonar (AHJ), Birgis Svans Símonarsonar (BSS), Einars Más Guðmundssonar (EMG), Péturs Gunnarssonar (PG), Sigurðar Pálssonar (SP), Steinunnar Sigurðardóttur (StS) og Þórarins Eldjárns (ÞE). Ekki verður fjallað um einstök skáld sérstak- lega heldur aðeins litið á sameiginleg einkenni á skáldskap þeirra. Gerð verður stuttlega grein fyrir þeim hugmyndum sem rnótuðu tíðarand- ann í upphafi 8. áratugarins og síðan rætt beint og óbeint um hvernig þær þirtast í ljóðum ungskáldanna; ennfremur verður reifað hver séu helstu yrkisefni þeirra og viðhorf, þvínæst rædd nokkur atriði í myndmáli og málfari og loks dregnar saman fáeinar niðurstöður. Það gefur augaleið að mörgu verður að sleppa og margt verður að alhæfa — en verst er þó að hafa lesið Eystein Þorvaldsson áðuren ráðist var í verkið; hann hefur nefnilega „stol- ið“ öllum bestu hugmyndunum! Erlendir áhrífendur — innlend afhrif Árið 1925 skrifar Halldór Laxness grein í Morgunblaðið þarsem hann segir: Vilji skáld láta samtíðina vera sín vara, þá er honum sæmst að vera samtíðarinnar barn, markaður hennar æðstu menning, eða úthróp- uðu ómenning.1 Löngu síðar birtist viðtal við Einar Má Guð- mundsson í Helgarpóstinum þarsem hann slær á sömu trumbu og Halldór þótt með öðrum kjuðum sé: Við getum sagt að maður reyni á einhvern hátt að spegla ferðalag sinnar kynslóðar, bæði með- vitað og ómeðvitað.2 í ummælum þessara tveggja skálda felst etv. staðfesting á bókmenntalegu „lögmáli“ — nefnilega því að hver ný kynslóð skálda geri kröfur um endurnýun skáldskaparins; með orðinu kynslóð á ég við þann hóp höfunda sem kemur fram á sama tímabili með skáldverk sem bera sameiginleg einkenni. Endurnýunin getur birst á amk. tvennan hátt: annarsvegar sem ful.lkomin uppreisn gegn öllum viðteknum hefðum í bókmenntum og hinsvegar sem and- staða við skáldskap síðustu kynslóðar en um leið að einhverju leyti afturhvarf til eldri hefða; hið síðarnefnda er nær allsráðandi í íslenskum bókmenntum. 1 Tekið uppúr Sjö erindum um Halldór Laxness, bls. 63. 2 Helgarpósturinn 26.09.80.

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.