Mímir - 01.04.1986, Page 9

Mímir - 01.04.1986, Page 9
einsog áður var í íslenskum skáldskap heldur „náttúrulegur“ bústaður flestra núlifenda: í staðinn fyrir holt og hæðir eru komin hús og blokkir og hinn tæri fjallalækur er orðinn að malbikuðu stórfljóti sem flæðir um alla borg- ina; trén sem hefur verið plantað hist og her geyma minninguna um náttúru sem einusinni var: hún svaf borgin borgin svaf horfum á hana vakna af þökum húsanna göturnar hlaupa um hana alla auðargötur með sofandi bíla með hausinn undir væng sofa dúfurnar á skeggjum húsanna trén vaxa beint upp úr malbikinu standa líka saman í görðum (PG: Splunkunýr dagur, bls.49). En borgin er þó engin paradís; þar þrífast gróðaöflin og skrumið. Hún er maskína sem fer í gang með þraki og þrestum að morgni, fyllist af hávaða og fólki á sífelldum þeytingi, rymur allan daginn en er á kvöldin samfelld röð þlárra flöktandi ljósa; mannleg samskifti eru í lágmarki: á ofsaferð inní stálslegna borg á ofsaferð inní málmþreyttan dag á ofsaferð (BSS: Gjalddagar, bls. 10) og: inniskórnir liggja á gólfinu tærnar bláar af kulda sjónvarpsins (EMG: Er nokkur í kórónafötum ..., bls. 11). Firring og einsemd mannsins er einnig mjög áleitið yrkisefni. Og borgarinn er satt að segja ekki beysinn: honum er Iýst sem tilfinningalega Iokuðum, einangruðum í fjöldanum, hrædd- um, bældum og kúguðum. Þegar allt kemur til alls „er fjarlægðin milli manna sú sama og vegalengdin á milli húsa“3. Öll skáldin sem hér er tekið mið af yrkja um þessa einsemd manns- ins en ekkert þeirra vill samt gera sjálfa þorgina áþyrga fyrir henni; þau láta hinsvegar á sér skiljast að sökin sé hjá þeim sem með fjölda- framleiddri afþreyingu og gervilist ýta undir hégóma og slæva skilning manna á sjálfum sér og lífi sínu. Samkvæmt skilgreiningu Marcuses er þetta kapítalisminn — og hann lætur sér ekki nægja að sljóvga skilningarvitin heldur vill skapa nýa heimsmynd: draumar okkar eru í sjónvarpinu draumar okkar eru í bíó draumarokkar eru í framköllun (PG: Splunkunýr dagur, bls. 73). Afturhvarf til náttúrunnar er ungskáldununr því engin Iausn — þvert á móti raunar; hún er ekki hluti af veruleika þeirra, aðeins fjarlægur safngripur sem þau horfa á útum bílgluggann. Það gætir víða töluverðs leiða á þeirri náttúru sem svo oft hefur verið sungið lof í íslenskum ljóðum — ungskáldin þekkja hana ekki, skynja ekki dulmögn hennar, geta ekki verið á marg setnu eintali við hana og því síður tákngert hana í ljóðum sínum; „dýr og jurtir hef ég aðeins séð / í frystihólfum stórverslana“ segir Einar Már á einum stað4. Borgin er staður hins unga skálds, veruleiki þess er innan múra hennar og því hefur það tilhneigingu til að tengja alla hluti þessum veruleika sínum: vatnið þrjóskt rennur eftir bugðum í miðri þvögu náttúrunnar vatnið úr krana dæmt til dauða í könnu (SP: Ljóð vega salt, bls. 69). 3 EMG: Sendisveinninn er einmana, bls. 21. 4 EMG: Róbinson Krúsó snýr aftur, bls. 31. 9

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.