Mímir - 01.04.1986, Side 10

Mímir - 01.04.1986, Side 10
Víðfrægir og marg rómaðir fossar eru smámun- ir samanborið við vatnsföllin í heimi borgar- skáldsins: Mig snertu önnur vatnsföll dýpra lekur krani draup mér fyrrum andvökum. (AHJ: Dropi úr síðustu skúr, bls. 21). Ástin verður ungskáldunum tilefni til yrk- inga einsog svo mörgum fyrirrennurum þeirra í túni Braga. En einnig í umfjöllun um hana hef- ur áherslan færst til: hún er ekki lengur eilíf og háleit hvað þá að hún valdi nokkru skáldi ungu nístandi þjáningu; nei — ástin er hverful einsog kannski allt í þessum heimi og hún er vissulega ekki bundin sömu manneskjunni um aldur og ævi; það er td. einhver efi í þessum spurningum Steinunnar: Gætirðu hugsað þér að verða sextíuogfjögurra ára nteð mér? Eignast gleraugu og staf. Gætirðu hugsað þér mig sextíuogtveggja? Geðvonda en virðulega. Gætirðu hugsað þér að eignast sextíuogþrjú börn með mér? Allt ljóshærða stráka. Og herskara af barnabörnum? Gætirðu hugsað þér það? (StS: Þar og þá, bls. 51). Samskiftin eru á mun félagslegri grundvelli en áður tíðkaðist og andinn sem svíf'ur yfir vötn- eða: unum er víða: let’s spend the night together beibi — ég er til í að láta mér þykja vænt um þig en þóttú yfirgefir mig mun ég ekki springa af harmi. Tilfinningasemin er víðsfjarri, hálf- kæringurinn tekinn við: þegar ég æpti einsog kristur á krossinum hví hefurðu yfirgefið mig sagðirðu: ég held að við eigum ekki nógu vel saman (EMG: Er nokkur í kórónafötum . .. bls. 17). Og ástaróðurinn sem er leikinn í dúndrandi dúr á nótnaborð neysluþjóðfélagsins er heldur ekki langt undan: ást mín heit einsog nýsteiktur hamborgari kossar þínir sætari en kók skaut þitt einsog sæti í Citroen delux ég gef skít I allt fyrir ástina ef þú heyrir geggjaðan ástaróð minn í lögum unga fólksins mundi ég fíla það í botn að þú slæðir á þráðinn beibí (BSS: Nætursöltuð ljóð, bls. 36). Einsog ungu borgarskáldunum er gjarnt flétta þau einnig ástina inní táknvef borgarinnar: ég get ekki stoppað við gatnamót vara þinna þó þær séu rauðar einsog götuljósin (EMG: Er nokkur i kórónafötum . .., bls. 20). En þótt ástin kunni að vera heit í svip kyndir hún ekki endalaust undir hamingjunni og það er víst að skáldin setja ekki jafnaðarmerki milli hennar og hjónabandsins — frekaren hipparn- ir: afborguð og innréttuð með bauga undir augum brutu þau hamingjuna til mergjar (BSS: Nætursöltuð Ijóð. bls. 35) þau hanga í stofunni einsog samlokur en það er ekkert á milli þeirra nema hamingjan sem skilur þau að (EMG: Er nokkur í kórónafötum .. . , bls. 10). Ljóð unt vinnuþrælkun og kröpp kjör, arð- rán og kapítalisma er einnig að finna í bókum ungskáldanna — þó mest hjá Birgi Svan. Þetta eru yfirleitt Ijóð sem setja raunveruleikamiðið — þe. beina lýsingu veruleikans, gjarna krydd- 10

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.