Mímir - 01.04.1986, Síða 15

Mímir - 01.04.1986, Síða 15
Sigríður Sigurjónsdóttir: Nöfn Islendinga á ýmsum tímum og breytingar á nafnavali' 1. Inngangur í þessari grein verður fjailað um breytingar á nafnavali íslendinga í gegnum aldirnar. Ein- göngu verður fjallað um skímarnafnaval, þ.e. hvorki verður gerð grein fyrir föðumöfnum né ættarnöfnum þó mörgum börnum séu í dag gefin ættamöfn að skírnarheitum (sbr. t.d. Her- mann Pálsson 1960:12). Umljöllunin mun einkum beinast að nafnavali þrjár síðustu ald- irnar því til eru fullkomnar nafnaskýrslur er spanna það tímabil. Þróun íslenska nafnaforð- ans verður þó rakin allt frá landnámsöld eftir því sem heimildir leyfa og einnig verður gerð grein fyrir skoðunum fræðimanna á því hvort fleirnefni hafi tíðkast í fyrndinni. Efnisskipan er í stórum dráttum þannig að í öðrum kafla er gerð grein fyrir helstu heimild- um um nafnaval íslendinga síðustu þrjár ald- irnar og rætt um kosti þeirra og galla. I þriðja kafla er íslenski nafnaforðinn og þróun hans tekin til athugunar en upprunalegi nafnaforð- inn, norrænu og írsku nöfnin, hefur aukist mjög frá landnámsöld. Þannig hafa bæði verið tekin upp erlend nöfn og ný nöfn verið mynd- uð t.d. hin svoköliuðu bastarðanöfn. Á þessari öld hefur nafnaforðinn einnig aukist mjög af fornum nöfnum sem hafa verið endurvakin og af goðfræðilegum nöfnum, en þau eru nú mjög í tísku. í fjórða kafla er fjallað um einnefni og fleirnefni en fleirnefnum hefur fjölgað mjög hér á landi síðustu tvær aldirnar. í fimmta kaíla eru algengustu nöfnin í nafna- skýrslunum rakin og gerð grein fyrir hversu margir bera þau á hverjum tíma. Einnig er sýnt hversu stór hluti nafnaforðans hefur færri en tíu nafnbera í skýrslunum og algengustu ein- nefni, aðalnöfn og aukanöfn árin 1941 — 50, 1960 og 1976 eru rakin. í sjötta kafla er rætt um hlutdeild norrænna nafna í nöfnum og nafn- gjöfum í skýrslunum 1703, 1855, 1910 og 1921 — 50. í sjöunda kafla er örlítið spjall um hlutfall samsettra og ósamsettra nafna í nafn- gjöfum á þessari öld. í áttunda kafla eru síðan fáein lokaorð. 2. Manntöl, prestaskýrslur og þjóðskrá Upp úr þremur manntölum sem tekin hafa verið hér á landi hafa verið gerðar skýrslur um mannanöfn. í skýrslunum er tilgreint hversu margir báru hvert nafn þegar manntölin voru tekin. Þau manntöl sem unnin hafa verið á þennan hátt eru fyrsta íslenska manntalið sem tekið var árið 1703, manntalið 1855 og 1910. í skýrslunni um mannanöfn árið 1703 er sleppt nöfnum nokkurra dana sem taldir eru í mann- talinu (sbr. Ólafur Lárusson 1960:3). í skýrsl- unni sem unnin er upp úr manntalinu 1855 eru tekin með nöfn manna sem fæddir voru erlend- is en búsettir voru hér á landi. Árið 1910 voru hins vegar aðeins tekin nöfn þeirra manna sem ' Grein þessi var skrifuð sem pról’ritgerð í námskeiðinu Semínaræfingar 3 (Nafnfræði) sem þau Guðrún Kvaran og Svavar Sigmundsson kenndu á vorönn 1985. Eiríkur Rögnvaldsson las greinina yfir í handriti og kann ég hon- um bestu þakkir fyrir veitta aðstoð. 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.