Mímir - 01.04.1986, Page 15

Mímir - 01.04.1986, Page 15
Sigríður Sigurjónsdóttir: Nöfn Islendinga á ýmsum tímum og breytingar á nafnavali' 1. Inngangur í þessari grein verður fjailað um breytingar á nafnavali íslendinga í gegnum aldirnar. Ein- göngu verður fjallað um skímarnafnaval, þ.e. hvorki verður gerð grein fyrir föðumöfnum né ættarnöfnum þó mörgum börnum séu í dag gefin ættamöfn að skírnarheitum (sbr. t.d. Her- mann Pálsson 1960:12). Umljöllunin mun einkum beinast að nafnavali þrjár síðustu ald- irnar því til eru fullkomnar nafnaskýrslur er spanna það tímabil. Þróun íslenska nafnaforð- ans verður þó rakin allt frá landnámsöld eftir því sem heimildir leyfa og einnig verður gerð grein fyrir skoðunum fræðimanna á því hvort fleirnefni hafi tíðkast í fyrndinni. Efnisskipan er í stórum dráttum þannig að í öðrum kafla er gerð grein fyrir helstu heimild- um um nafnaval íslendinga síðustu þrjár ald- irnar og rætt um kosti þeirra og galla. I þriðja kafla er íslenski nafnaforðinn og þróun hans tekin til athugunar en upprunalegi nafnaforð- inn, norrænu og írsku nöfnin, hefur aukist mjög frá landnámsöld. Þannig hafa bæði verið tekin upp erlend nöfn og ný nöfn verið mynd- uð t.d. hin svoköliuðu bastarðanöfn. Á þessari öld hefur nafnaforðinn einnig aukist mjög af fornum nöfnum sem hafa verið endurvakin og af goðfræðilegum nöfnum, en þau eru nú mjög í tísku. í fjórða kafla er fjallað um einnefni og fleirnefni en fleirnefnum hefur fjölgað mjög hér á landi síðustu tvær aldirnar. í fimmta kaíla eru algengustu nöfnin í nafna- skýrslunum rakin og gerð grein fyrir hversu margir bera þau á hverjum tíma. Einnig er sýnt hversu stór hluti nafnaforðans hefur færri en tíu nafnbera í skýrslunum og algengustu ein- nefni, aðalnöfn og aukanöfn árin 1941 — 50, 1960 og 1976 eru rakin. í sjötta kafla er rætt um hlutdeild norrænna nafna í nöfnum og nafn- gjöfum í skýrslunum 1703, 1855, 1910 og 1921 — 50. í sjöunda kafla er örlítið spjall um hlutfall samsettra og ósamsettra nafna í nafn- gjöfum á þessari öld. í áttunda kafla eru síðan fáein lokaorð. 2. Manntöl, prestaskýrslur og þjóðskrá Upp úr þremur manntölum sem tekin hafa verið hér á landi hafa verið gerðar skýrslur um mannanöfn. í skýrslunum er tilgreint hversu margir báru hvert nafn þegar manntölin voru tekin. Þau manntöl sem unnin hafa verið á þennan hátt eru fyrsta íslenska manntalið sem tekið var árið 1703, manntalið 1855 og 1910. í skýrslunni um mannanöfn árið 1703 er sleppt nöfnum nokkurra dana sem taldir eru í mann- talinu (sbr. Ólafur Lárusson 1960:3). í skýrsl- unni sem unnin er upp úr manntalinu 1855 eru tekin með nöfn manna sem fæddir voru erlend- is en búsettir voru hér á landi. Árið 1910 voru hins vegar aðeins tekin nöfn þeirra manna sem ' Grein þessi var skrifuð sem pról’ritgerð í námskeiðinu Semínaræfingar 3 (Nafnfræði) sem þau Guðrún Kvaran og Svavar Sigmundsson kenndu á vorönn 1985. Eiríkur Rögnvaldsson las greinina yfir í handriti og kann ég hon- um bestu þakkir fyrir veitta aðstoð. 15

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.